Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 18. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 19:05 0 0°C
Laxárdalsh. 19:05 0 0°C
Vatnsskarð 19:05 0 0°C
Þverárfjall 19:05 0 0°C
Kjalarnes 19:05 0 0°C
Hafnarfjall 19:05 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Húsfrúin | 10. febrúar 2015 - kl. 16:50
Heilbrigði
Húsfrúin er vöknuð

Haldið þið að það hafi ekki gerst! 3. febrúar læddist að mér, hægt og hljótt, og er svo liðinn – alveg eins og ekkert hafi í skorist. Ég er búin að horfa á þessa dagsetningu nokkuð reglulega í eitt ár og hugsað með mér að það sé svo langt í hana að enn sé nógur tími til að gera eitthvað í málunum, en nei, ekkert gerðist. Aldrei áður hefur húsfrúin farið í svona langt frí frá ritstörfum, það er meira en ár frá síðasta pistli. Ég er búin að setja sér markmið: Aldrei, aldrei, aldrei að láta svona langan tíma líða milli pistla.

Að þessu sinni er heilbrigði ofarlega í huga mínum. Lífshlaupið til dæmis í gangi (reyndar allt árið – en það var að byrja) og vafalaust margir að vinna að áramótaheitum (ef slík voru sett) í átt að bættri heilsu. Pistillinn er í lengra lagi því þögnin er jú búin að vera löng! Það er sem sagt búið að vara ykkur við!

Það eru svo margar leiðir til að fjalla um heilbrigði og það varð bara að ákveða að taka einhvern ákveðinn vinkil, ég valdi aðalnámskrá grunnskóla, því ég þekki örlítið til þess doðrants. Í aðalnámskrá grunnskóla segir: „Heilbrigði byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan. Helstu áhersluþættir heilbrigðis eru jákvæð og raunsönn sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra“.

Er þetta nokkuð mál? Liggur þetta ekki allt svo ljóst fyrir?

Alltof oft virðumst við, nútímafólkið, flækja málin því daglega streyma að okkur misvísandi upplýsingar um hvað er gott fyrir okkur, hvað við eigum eða megum borða og hvað bara alls ekki, hvaða efni í umhverfi okkar eru eitruð eða bráðnauðsynleg og svona mætti lengi telja. Mig langar svo til að velta nokkrum þessara ofantaldra þátta aðeins fyrir mér, þessum sem nefndir eru í aðalnámskránni og skoða aðeins hvernig þessir þættir snúa að mér, hvað skiptir máli og hvað ekki. Kannski fáið þið meiri upplýsingar en þið kærið ykkur um – en það verður bara að hafa það. Nokkrum þáttum er þó sleppt, það má nú ekki setja allt á netið...

Fyrsti þátturinn af þessum helstu áhersluþáttum heilbrigðis sem nefndur var er jákvæð og raunsönn sjálfsmynd. Hverjir eru það sem móta sjálfsmynd okkar og getur verið að þeir mótunaraðilar séu ekki allir mjög uppbyggilegir? Fjölmiðlar sem „photoshoppa“ allar konur sem þar birtast? Gæti verið að skilaboðin sem við fáum frá umhverfinu séu þau að við, konur á öllum aldri, séum einhvern veginn ómögulegar. Við glímum jú við þyngdaraflið  næstum strax eftir að kynþroski hefst - og þá fer allt að stefna suður...  maginn, rassinn, brjóstin, andlitið, upphandleggirnir... Ef við höfum skoðanir á hlutum og tjáum þær erum við frekjur, ef við fáum draumastarfið er það bara vegna kynjakvóta... Eða hvað?  En hvað um það sem aðrir segja – erum við bara ekki frábærar eins og við erum. Ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að þakka fyrir þegar mér er hrósað, ekki slá á gullhamrana, það var stórt skref, trúið mér. Þá hrósa ég t.d. börnum í kringum mig fyrir það þegar þau standa sig vel, leggja sig vel fram, þegar þau eru hjálpsöm, þegar þau stíga út fyrir þægindahringinn sinn og uppskera vel. Vonandi næ ég að „heilaþvo“ þau  (auðvitað ekki bara ég ein) áður en niðurrifsöflin allt í kringum okkur ná til þeirra. Og athugið að þetta á við um drengi og stúlkur. Drengir á öllum aldri verða líka fyrir miklum þrýstingi um útlit, hegðun, framkomu og þess háttar.

Næst er það hreyfingin – eitthvað sem stendur mér mjög nærri. Ég hef hreyft mig alla ævi. Ég var svo heppin að alast upp hér á Blönduósi þar sem ég gat tekið þátt í öllum íþróttum sem í boði voru – ekki bara einni eins og tíðkast oft í stærri bæjarfélögum. Ég segi heppin að hafa alist upp hér þrátt fyrir að á yngri árum hafi mér fundist það mesta óréttlæti heimsins, því hér var ekki boðið upp á fimleika. Í íþróttakennaraskólanum var mér tilkynnt það á fimleikanámskeiði að ég hefði aldrei náð stórkostlegum árangri í fimleikum því ég er með svo yfirrétta olnboga. Spáið í hvað ég var heppin að æfa ekki fimleika í fjöldamörg ár með þessa ómögulegu olnboga!

Hér var á mínum skólaárum hægt að æfa sund, fótbolta, körfubolta, frjálsar – og meira að segja mætti ég á nokkrar júdóæfingar. Að þessum grunni bjó ég, bæði í mínu námi og starfi og einnig þegar ég á fullorðinsárum fór að leita að hreyfingu til að viðhalda góðri heilsu. Mikilvægasta reglan er sú að hreyfa sig reglulega og til að sú hreyfing verði hluti af daglegu lífi okkar er ekki síður mikilvægt að við fáum ánægju og fullnægju í þeirri hreyfingu. Til dæmis hætti ég í badmintoni eftir að ég fann að ég fór heim úr þeim tímum alveg sjóðandi pirruð – og svo var eiginlega sjálfhætt því ég beyglaði spaðann minn við að kasta honum í gólfið í ægilegu pirringskasti... En það að fara í Metabolictíma til hennar Erlu samkennara míns með eiginmanninum, ganga á fjöll í góðra vina hópi eða synda í frábæru sundlauginni okkar – allt veitir þetta mér ómælda ánægju og fullnægju auk þess að styrkja líkama minn og þess vegna er hreyfing hluti af lífsmynstri mínu.

Næring – oh, ég elska að borða! Hollan mat, óhollan mat – mikið af mat, og drykkirnir eru nú margir alveg stórkostlega góðir... En þetta eru nú engar fréttir fyrir þá sem þekkja mig vel. Ég er reyndar alveg glötuð í þessu næringar-dæmi. Ég er búin að komast að því að ég lifi líklega eftir þeirri reglu að hreyfa mig nógu mikið svo ég geti borðað eins og mér finnst gott – en auðvitað er það nú ekki efnilegt. Mér fundust skilaboð sem ég heyrði að væru komin frá Lukku í Happ (sem er veitingastaður í borginni) þess eðlis að allir þessir matarkúrar sem flæða um allt og segja okkur hvað við megum borða og hvað ekki með mjög misvísandi hætti, ættu tvennt sameiginlegt – sykur gerir líkamanum ekkert gott en grænmeti er gott fyrir okkur! Þegar kemur að næringu er staðan nokkurn veginn þannig að ég veit um ýmislegt sem er ekki gott fyrir mig, en ég borða nú samt – en það er bara þannig að eitt er að vita en annað að gera... Er ég nokkuð ein í þessari stöðu?

Það er nokkuð auðvelt að fjalla um andlega vellíðan og góð samskipti í einu. Þetta tvennt helst svo vel í hendur. Erum við fær um að eiga góð samskipti við fólk ef okkur líður ekki vel? Er ekki líklegra að ef okkur líður vel að samskipti okkar við aðra séu góð? Geðheilbrigði er mjög mikilvægur þáttur heilbrigðis það er mér vel ljóst og er ég farin að leitast við að gera hluti sem láta mér líða vel, í meira magni en áður – ég er orðin sjálfselsk með aldrinum, allt til að auka andlega vellíðan mína. Það vita allir að ef maður er óhamingjusamur getur maður ekki gefið af sér – og það er nú ekki gott fyrir móður, eiginkonu, dóttur, systur, vinkonu og vinnufélaga...  

Þá er komið að hvíldinni, ég geymdi hana viljandi þar til síðast. Hverjir lesenda telja að þeir sofi nægilega mikið? Eru ekki einhverjir eins og ég sem gleyma sér yfir skemmtilegri handavinnu, góðri bók, fresta einhverju sem þarf að gera aðeins of lengi og fara því of seint að sofa miðað við nauðsynlegan fótaferðatíma? Eða bara hanga of lengi í tölvunni eða við sjónvarpið? Er það ekki ein af elstu pyntingaraðferðum heimsins að halda fólki vakandi?

Ég hef lesið að ef við sofum of lítið getur það stuðlað að offitu, geðsjúkdómum og ég veit ekki hverju og hverju. Við munum hluti ver ef við hvílumst ekki nægilega því í svefni vinnum við úr upplýsingum sem við öflum okkur yfir daginn – svo við skulum láta staðar numið hér og fara að hvíla okkur. 

Að þessu sögðu óska ég ykkur góðrar heilsu.

Húsfrúin málglaða

Höf. mbb
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Glaðheimar
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:17
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024 klukkan 14:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla og tillögur ferðanefndar og margt fleira. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður gestur fundarins. Kaffiveitingar að hætti kaffinefndar. Nýir félagar ávallt velkomnir.
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:13
Frá stjórn
Aðalfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi verður haldinn í fundarsal HSB föstudaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fréttir | 15. apríl 2024 - kl. 09:43
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar mætti í Fífuna í Kópavogi í gær og spilaði gegn Augnabliki í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og vel fyrir gestina því Papa Diounkou Tecagne skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að svara með marki á 13. mínútu og öðru marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Augnablik. Í seinni hálfleik voru skoruð fjögur mörk, þrjú af heimamönnum og einn af gestunum, en það gerði Kristinn Bjarni Andrason. Leikurinn endaði því 5-2 fyrir Augnablik.
Kórinn á Blönduósi 1939
Kórinn á Blönduósi 1939
Pistlar | 14. apríl 2024 - kl. 17:16
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
Pistlar | 13. apríl 2024 - kl. 16:15
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:27
Þrítugasta og annað ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið á fimmtudaginn í Félagsheimilinu á Blönduósi og heppnaðist vel, að því er segir á vef samtakanna. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjölbreytt og áhugaverð erindi voru flutt og ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt. Fram kemur á vef SSNV að frekari upplýsinga er að vænta um það sem fram fór á þinginu.
Frá undirskrift samningsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Frá undirskrift samningsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:16
Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga hafa skrifað undir samning um að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar í sumar. Þetta er fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila, að því er segir á Aðdáendasíðu knattspyrnuliðsins Kormáks-Hvatar á Facebook. Í sumar fara fjórir meistaraflokksleikir fram á Sjávarborgarvellinum, auk leikja í yngri flokkum.
Ný stjórn Blöndu. Mynd: FB/Bjf.Blanda
Ný stjórn Blöndu. Mynd: FB/Bjf.Blanda
Fréttir | 12. apríl 2024 - kl. 13:25
Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu var haldinn í vikunni og að því er fram kemur á facebooksíðu félagsins var mæting félaga mjög góð, bæði hjá gömlum og nýjum. Þar segir að starf félagsins gangi mjög vel sem og rekstur þess. Húsnæði félagsins hafi tekið til sín mikinn tíma félaga en nú sé markmiðið að efla starfið enn frekar. Ný stjórn var kosin á fundinum og var þeim sem stigu til hliðar færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið