Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 09:20 0 0°C
Laxárdalsh. 09:20 0 0°C
Vatnsskarð 09:20 0 0°C
Þverárfjall 09:20 0 0°C
Kjalarnes 09:20 0 0°C
Hafnarfjall 09:20 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Nöldrið | 12. apríl 2015 - kl. 21:02
Aprílnöldur

Nemendur Blönduskóla sendu bæjaryfirvöldum áskorun í vetur um að fjölga bæði rusladöllum og bekkjum við götur bæjarins. Mikið er ég sammála krökkunum og ég trúi því að minnka mætti ruslið sem fýkur um götur og garða ef fleiri ruslafötur væru á fjölförnum stöðum. Nú er að koma sá tími sem allt fyllist af ferðafólki bæði innlendu og erlendu og við ættum að leggja metnað okkar í að taka sem best á móti þessum gestum og sýna þeim okkar bestu hliðar. Það blasir við hverjum sem gengur um bæinn að víða skortir tilfinnanlega viðhald. Gangstéttir eru víða mölbrotnar, svo og kantsteinar.  Illgresið fær að vaxa hér óáreitt eins og bent hefur verið á í mörgum Nöldrum. Girðingar bæði í bæjarins eigu og íbúa eru víða illa farnar og ég spyr: Þarf að vera með gaddavírs girðingar t.d. meðfram Hnjúkabyggðinni  og víðar í bæjarlandinu. Það er yfirleitt ekki nein prýði að þeim. Girðingar umhverfis íbúðarhús eru líka víða í ólestri og mörg húsin í bænum vantar margvíslegt viðhald, t.d. málningu. Í því sambandi má benda á kirkjuna, sem er líklega það hús sem flestir erlendir ferðamenn heimsækja hér. Ég trúi því ekki að það þurfi að kosta offjár á mála eða bera á hurðir kirkjunnar svo þær líti sómasamlega út. Hér áður fyrr heyrði maður ókunnuga tala um hvað Blönduós væri snyrtilegur bær. Þær raddir hef ég ekki heyrt lengi. Nú er það okkar að taka saman höndum og fegra kringum okkur. Bæjaryfirvöld þurfa líka og ekki síður að ganga á undan með góðu fordæmi, því eftir höfðinu dansa limirnir. Ég er viss um að flestir íbúa geta tekið undir þær óskir að bærinn fjölgi rusladöllum og bekkjum í bænum, einnig að götur verði merktar með almennilegum skiltum. Þessar aðgerðir ættu ekki að setja eitt bæjarfélag á hausinn. Ég veit að dýrara er að ráðast í lagfæringu gangstétta og að uppræta illgresi svo ekki sé minnst að vandræðabarnið okkar félagsheimilið. Það er dýrt að láta viðhald sitja endalaust á hakanum.  Eftir því sem ég kemst næst standa fyrir dyrum allskonar mannfagnaðir hér í bænum í sumar, sem vonandi skila okkur mörgum gestum og góðum tekjum . Þar á ég við Landsmót 50+, skákmót í tilefni 90 ára afmælis Skáksambands Íslands, Smábæjarleikarnir og svo hátíðin okkar Húnavaka.  Tökum nú höndum saman og fegrum bæinn okkar. Ef bæði íbúar og kjörnir fulltrúar bæjarins leggjast á árar má ýmislegt laga sem miður hefur farið og kennski heyrast þá aftur þær raddir sem hrósa Blönduósingum fyrir snyrtimennsku.

Það virðist ekki ætla að verða neitt lát á heimsóknum erlendra gesta til landsins. Jafnvel talað um að þeir verði orðnir ein og hálf miljón eftir tvö ár. Það er farið að sýna sig að ekki  fer vel um allt þetta fólk í hundrað kílómetra radíusi kringum höfuðborgina og spurning hvort þessir ferðalangar vildu ekki gjarnan sjá eitthvað annað en aðra ferðamenn á þeim slóðum. Sjaldan er minnst á Norðurland vestra sem spennandi paradís ferðamannsins en hér væri hægt að bjóða margvíslega afþreyingu, kyrrð og afslappandi ferðir. Gönguferðir og hestaferðir, fram til heiða eða út til sjávar. Meirihluti þessara útlendinga vill upplifa víðáttuna, kyrrðina og fámennið sem þeir eiga ekki að venjast en við eigum í miklum mæli. Það væri hægt að skipuleggja allskonar göngu- og hestaferðir og enda svo á nokkrum dögum í góðu dekri með góðum mat úr héraði. Þá sé ég fyrir mér Húnavelli sem ákjósanlegan stað, eftir að skólabörnin væru kominn í skólann hér á Blönduósi. Það er svo margt hægt að gera en það kostar áræði og þor.

Það er ekki skrýtið að fólki blöskri tillögur svokallaðrar norðvesturnefndar sem stingur upp á því að af 130 störfum sem koma eiga á svæðið fari 90 í Skagafjörð. Þá skilja fáir þetta rugl að þessi blessaða nefd sjá ekki önnur tækifæri en flutning á störfum og heilu fyrirtækjunum frá Reykjavík  til Sauðárkróks. Hefði nú ekki verið nær að koma með  góðar hugmyndir um nýsköðun hér á svæðinu sem nýtti raforku frá Blönduvirkjun og þá okkur öllum til hagsbóta, ekki bara Skagfirðingum. Það eru ekki margir sem hugnast þær áætlanir að rífa starfsfólk heilu stofnananna upp frá eignum sínum og störfum maka til að flytja út á land eins og hugmyndir um flutning Fiskistofu sýna. Til að enda þetta dettur mér í hug  hugmynd fyrir fulltrúa okkar Austur-Húnvetninga í norðvesturnefndinni, sem ég veit að kemur alltof seint. Því ekki að athuga möguleika á að koma upp vindorkuveri, byggja röð vindmylla út með ströndinni til Skagastrandar. Þarna er, að því er mér er sagt sjaldan logn. Þarna mætti framleiða töluvert af rafmagni, sem við fengjum kannski sjálf að nýta og færi ekki allt til Sauðárkróks.

Af því sumardagurinn fyrsti er á næstu grösum, þakka ég fyrir veturinn og óska okkur öllum gleðilegs sumars með sól í heiði.

Kveðja,
Nöldri.

Es. Enn bólar ekkert á skýrslum sveitarstjóra inn á vef Blönduósbæjar eins og lofað er í fundargerðum sveitarstjórnar. Enn vantar bæði skýrslu sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar 18. nóvember á síðasta ári og vegna 13. janúar á þessu ári. Og nú er kominn apríl. Í fundargerðunum segir að skýrslurnar megi lesa "á heimasíðu sveitarfélagsins á næstu dögum."

Höf. Nöldri
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Glaðheimar
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:17
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024 klukkan 14:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla og tillögur ferðanefndar og margt fleira. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður gestur fundarins. Kaffiveitingar að hætti kaffinefndar. Nýir félagar ávallt velkomnir.
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:13
Frá stjórn
Aðalfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi verður haldinn í fundarsal HSB föstudaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fréttir | 15. apríl 2024 - kl. 09:43
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar mætti í Fífuna í Kópavogi í gær og spilaði gegn Augnabliki í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og vel fyrir gestina því Papa Diounkou Tecagne skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að svara með marki á 13. mínútu og öðru marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Augnablik. Í seinni hálfleik voru skoruð fjögur mörk, þrjú af heimamönnum og einn af gestunum, en það gerði Kristinn Bjarni Andrason. Leikurinn endaði því 5-2 fyrir Augnablik.
Kórinn á Blönduósi 1939
Kórinn á Blönduósi 1939
Pistlar | 14. apríl 2024 - kl. 17:16
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
Pistlar | 13. apríl 2024 - kl. 16:15
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:27
Þrítugasta og annað ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið á fimmtudaginn í Félagsheimilinu á Blönduósi og heppnaðist vel, að því er segir á vef samtakanna. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjölbreytt og áhugaverð erindi voru flutt og ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt. Fram kemur á vef SSNV að frekari upplýsinga er að vænta um það sem fram fór á þinginu.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið