Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 23. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 10:53 0 0°C
Laxárdalsh. 10:53 0 0°C
Vatnsskarð 10:53 0 0°C
Þverárfjall 10:53 0 0°C
Kjalarnes 10:53 0 0°C
Hafnarfjall 10:53 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Pistlar | 08. febrúar 2016 - kl. 09:07
Stökuspjall - Rökkrið sveipaði rauðum tjöldum að ranni mínum

Á morgun verða 100 ár liðin frá fæðingu Jónasar frá Finnstungu. Hann var elsti sonur hjónanna í Tungu, þeirrar Guðrúnar og Tryggva og ólst þar upp með systkinum sínum þremur að tölu – við leik og störf undir hnjúknum yst í Blöndudalnum. Jónas afi þeirra fór stundum með systkinahópinn upp að Grásteini og sagði þeim söguna af karlinum í steininum:

Þá verða mér löngum ljóð á vör
og lauskveðnar hendingar
sem fæðast við störf mín í fjósi og hlöðu
fæðast og deyja þar.

Að fanga augnablikið og færa í ljóð var íþrótt Jónasar, hann leitar – líkt og fleiri – til minninga frá æskutíð þegar hann yrkir um aðfangadagskvöld:

Hve indælt það væri að vera barn
og vita ei af dagsins hörmum
en fagna jólunum fölskvalaust
í friðsælum móðurörmum.

Jónas samdi vísur, ljóð og lög. Hann tók við stjórn karlakórsins þegar eldri söngstjórarnir féllu frá eða fluttu úr dalnum og skilaði því hlutverki að sjö árum liðnum í hendur Jóns bróður síns, en í ljóðum sínum talaði hann við heiminn, víðfeðman og hröslulegan. Hann talaði við þá sem héldu að hann væri skáld:

Þið sögðuð ég ætti að yrkja ljóð
og ávaxta svo mitt pund.
Og mér var sjálfum í mun að reyna.
Það mistókst þó alla stund.

Mitt ljóð er augnabliks ævintýr
í einsemd hins þögla manns.
Það geymist í dag, en er gleymt á morgun
og grafið í vitund hans.

 „Þá bregður ljóma á veginn hver söngfleyg sál“ er ein myndanna sem spretta fram úr hugskoti Jónasar og einkenna afstöðu hans til vegferðar mannsins og tilvistar en síðar átti hann eftir að flytja einn og sjálfur úr dalnum sínum, út Langadalinn í nýreist hús sitt í byggðinni við Blönduós. Þessi atburður varð haustið 1959 og á Blönduósi bjó hann til æviloka 1983. Hús hans átti varð fjölsóttur staður í vaxandi bæ. Þar æfði hann söng með Lionsfélögum, kenndi söng í Barna- og unglingaskólanum og var organisti hjá staðarprestinum þegar hann fór  upp á Héraðshæli. Hjá honum leigðu unglingar í héraðinu sem gerðust skólaþegnar á Blönduósi og eins verkafólk sem vann tímabundið á staðnum. Leiguherbergin voru þó aðeins tvö á efri hæðinni en sveitungar Jónasar og aðrir héraðsbúar komu við á neðri hæðinni þar sem Jónas sinnti bólstrun og viðskiptum. Ekki má gleyma sómahjónunum, Imbu og Gúa, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Akri og Guðmundi frá Sölvabakka, sem leigðu íbúðina hjá honum og höfðu húseigandann í fæði, áður en Jónas eignaðist sjálfur konu.

Á Blönduósi kynntist Jónas konuefni sínu, Þorbjörgu kennara Bergþórsdóttur frá Fljótstungu í Hvítársíðu. Hún var hæglát, einörð og vel menntuð – úrvalskona. Samrýmd urðu þau hjónin og samhent í margvíslegum störfum fyrir samtíð sína og framtíð.

Þorbjörg kenndi við barnaskólann og starfaði í kvenfélagi staðarins. Þar átti hún með félögum sínum góðan þátt í að opna augu samborgaranna fyrir fegurð bæjarins. Þær lögðu hönd að ræktunarstörfum og skógrækt. Berar klappir fengu gróður og Hrúteyjan hefur nú eignast sína brú. En Jónas þurfti sumt að sjá með annarra augum. Sjóndepra gerði vart við sig meðan hann var í föðurhúsum og ágerðist með árunum. Fyrstu árin á Blönduósi hafði hann stúlku í búðinni en þegar hann hætti að selja þar annað en eigin framleiðslu dugði honum aðstoð fólks í hlutastarfi, gjarnan húsmæðranna í nágrenninu sem unnu við bólstrun eða afgreiðslu. Þorbjörg, konan hans kom þar þó mest við sögu. Þau bjuggu saman um tuttugu ár, en hún lést 1981. Sveitungar hennar úr Borgfirði kynntust leiðinni út Húnabrautina, systkini Þorbjargar komu og tengdust þessu húsi og systkinabörn Þorbjargar áttu þar sumardvöl.

Jónas unni vorinu, samdi ungur lag við eigið vorljóð og einn af gestum hússins, Gestur söngstjóri og rafvirki frá Karlsá, gaf því byr undir vængi þegar hann söng lagið með karlakórnum heima í dalnum:

Þú vorgyðja ljúf á sólvængjum silfurbjörtum
ert svifinn í garð,svo vetrarins skuggi flýr.
Hún brennur nú enn í óþreyjufullum hjörtum

sú eilífa þrá, er seiðir hvert barn til þín.             

Hverfum um stund heim í dalina þar sem mannfagnaður var á hverju hausti frammi við Stafnsrétt og þangað fór Jónas meðan hann var fjárbóndi í Finnstungu og stundum síðar eftir að hann flutti út að ströndinni:

Þótt um sinn við þessa skál
þrjóti kynninguna,
við munum finna seinna í sál
seytla minninguna.

Þar fundust skáldbræður og burtfluttir sveitungar tóku sér far norðan af Akureyri eða úr borginni sunnan heiða. Með gleðibragði mærir skáldið Rósberg gamla sveitunga sína þegar hann hittir þá í réttinni:

Léttist þungur þanki minn
því skal sungið vinurinn
verð eg ungur annað sinn
er ég Tungubræður finn. 

Stökur Jónasar eru kyrrlátar, stundum nokkuð harmþrungnar, nokkrar hringhendar en oft myndríkar og hann skapaði líka ljóð handa samtíð sinni og eftirkomendum. Sjónin hvarf honum á unglingsárum og það mótaði lífsferil hans en myndirnar geymdust honum út ævina. Hann gat gripið til þeirra síðar á lífsleiðinni. Líklega hefði hann orðið fjármargur bóndi í Finnstungu eins og Jónas afi hans var en vegur hans lá inn að sæti iðnaðarmannsins, hann flutti með Jóni bróður sínum bónda og söngstjóra niður að Ártúnum, þar sem þeir byggðu hús sitt hátt og stórt og rúmt. Þau unnu við það öll fjölskyldan eins og byggingu Tunguhússins nokkrum árum fyrr. Tvær hæðir með tveimur íbúðum og þar hafði Jónas verkstæði sitt og lager, inn til hans settust sveitungar og öldungar eins og Sigurjón í Hólum og Ólafur Bjarnason frá Stafni. Sigurjón frændi hans, aldinn bóndi og ern var hjálparmaður Jónasar og negldi fyrir hann lok á kústa uns ungur frændi og handlaginn tók við hamrinum. Að Jónasi laðaðist ungur og aldinn. 

Hjörleifur Sigfússon, Marka-Leifi, var einnig tíður gestur á heimili Jónasar vestan skarðs. Honum reisti Jónas minnisverðan bautastein með ljóði sínu:

Marka-Leifi

Sólhvarfatíð og vetur úti og inni.
Illviðrahrinur krenkja stutta daga.
Áfreðargljáin allan byrgir haga.
Engin þess von, að frosti og hríðum linni.

Fetar sig veginn, einn í ótíðinni,
óskilatrippi milli byggða rekur.
Þunnklæddan mann á hjarni í spori hrekur
hnikar þó ei af leið á göngu sinni.

Liðin er tíð og framar fást ei svör
við farandgestsins spurn, hvort yrði hann fær um
ennþá einn dag að hitta á veðra hlé.

Aldrei um Vatnsskarð oftar beinir för
útigangsmaður, krýndur silfurhærum,
aleinn á ferð með óheimt vonarfé. 

Móðir Jónasar, Guðrún í Tungu, flutti niður að Ártúnum eftir að hún varð ekkja og þar var orðið fjölmennt í heimili. Samband mæðginanna var hlýtt og náið:

Ósnert gull frá æsku sinni
árin geta lengi heimt.
Endurskin af ástúð þinni
er í mínu ljóði geymt.

Vísuna lét Jónas rita á ljóðabókina sína, eintakið sem hann gaf móður sinni. En mörgum góðum félögum úr hópi sveitunganna mátti Jónas sjá á bak eins og víða gerist. Söngstjórarnir fyrstu, Eyvindarstaðabræðurnir Gísli og Þorsteinn, urðu hvorugur langlífir og Jónas orti fagran óð eftir Steina organista á Gili, sem lengur lifði, flutti til Blönduóss og varð þar sýsluskrifari, organisti og söngkennari við Kvennaskólann:

Við mættumst í söng, er morgunsins fyrsti þeyr
fór mjúklega um heimafjöll.
Og sveitin fékk annað yfirbragð þennan dag,
var orðin að tónahöll.

Í fámennri byggð um vetrarkvöld vökulöng      
er vorþránni stundum hætt.
Þá bregður ljóma á veginn hver söngfleyg sál,
er sver sig í dagsins ætt.

Það sýnir saga Jónasar, eða þau brot sem tínd verða fram í stuttu spjalli að góðir menn eignast hús að gefa öðrum með sér. Jónas stóð fyrir stofnun tónlistarfélags í héraðinu og var gjaldkeri og umsjónarmaður tónlistarskólans meðan honum entist aldur. Það var oft mikið og krefjandi starf. Einnig stóðu þau hjónin fyrir listviðburðum á staðnum, helst í nafni tónlistarfélagsins eða í samstarfi með kvenfélaginu. Þau eignuðust ekki börn en erfingjar þeirra hjónanna, eftirlifandi systkin frá Finnstungu og Fljótstungu, gáfu húseignina þeirra að Húnabraut 26 og nokkra fjármuni til Tónlistarfélagsins og skólinn hefur átt þar heimili síðan. Blindraiðjuna Björk nefndi Jónas fyrirtæki sitt og það nafn var stundum notað á húsið. Menningin og systir hennar menntaþráin höfðu átt traust athvarf í stofum þeirra hjónanna. Eftir þeirra dag starfaði Samkórinn Björk um árabil af heilmiklum krafti í húsinu og þangað koma heimakórarnir til að hita upp og fara yfir sálmana fyrir útfarir í Blönduóskirkju auk þess sem lúðrasveit skólans æfir í húsinu. Þar er gott úrval hljóðfæra handa nemendum Tónlistarskólans og þar hefur verið unnið mikið starf og gott. Í ljóðinu Dís næturinnar segir Jónas:

Þú vitjar mín enn á hvítum hesti
að húmsins borgum
og berð í fangi þér dýrustu djásn
af dagsins torgum.

Er rökkrið sveipaði rauðum tjöldum
að ranni mínum,
þú gafst mér eld hins ófædda ljóðs
í augum þínum.

Úr höfn undir haust heitir eitt ljóða Jónasar þar sem hann horfir yfir flaum tímans. Hann segir:

Ég ætlaði að sigla út í lönd
og eftir mér skipið beið,
en síðbúnir verða sumir að heiman.
Ég sá ei að tíminn leið.

Veistu þegar ég held á hafið
haustnóttin fylgir mér ein!
Skilurðu, hverju hverflynd báran
hvíslar að votum stein.

Meðan Jónas bjó í Ártúnum var venjulega bökuð afmæliskringla 8. eða 9. febrúar og slegið upp veislukaffi, fyrri daginn átti Guðrún Þóranna/Systa, bróðurdóttir Jónasar, afmæli en þann seinni Jónas sjálfur og afmælisdagar þeirra fylgjast enn að í hugum heimilismanna þeirra sem þá bjuggu þar á bænum. Nú fær þessi pistill inni á vefsíðu Húnahorns á fyrri deginum en á morgun hefði Jónas orðið tíræður.

Afmælisbarn dagsins, Guðrún Þóranna, skírði son sinn og frumburð nafni föðurbróður síns, hann heitir fullu nafni Jónas Víðir Guðmundsson og starfar sem kennari suður á Selfossi. Annar nafni og frændi óx upp fram í Blöndudalnum, Jónas Tryggvason frá Ártúnum og býr nú suður í Kópavogi þar sem hátt ber rétt eins og eldri nafnar hans bjuggu jafnan í Tungu.

Ljóð og vísur í þessu stökuspjalli eru eftir Jónas Tryggvason nema vísa Rósbergs um Tungubræður.

Ljóð Jónasar á Stikilsíðu: http://stikill.123.is/blog/2011/11/11/550654/

Jónasarljóð og vísur á Húnaflóa, kvæða- og vísnavef:http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=j0&ID=16936

Dís næturinnar: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4975&ut=1

Marka-Leifi: http://bragi.info/ljod.php?ID=4100

Úr dagbók Jónasar 1944 m. m.http://stikill.123.is/blog/2016/02/05/743826/

Eldra stökuspjall:
Túngarður í Tungunesi: http://www.huni.is/index.php?cid=12508
Pamfílar lukkunnar: http://www.huni.is/index.php?cid=12482

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Glaðheimar
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 20:56
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar boðar til málstofu um húsnæðis- og kjaramál, laugardaginn 20. apríl klukkan 09:00 í húsnæði stéttarfélagsins Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi. Frummælendur verða Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Samstöðu og núverandi formaður Félags eldri borgara á Blönduósi og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 12:07
Sunnudaginn 28. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða.
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið