Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 23. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 10:35 0 0°C
Laxárdalsh. 10:35 0 0°C
Vatnsskarð 10:35 0 0°C
Þverárfjall 10:35 0 0°C
Kjalarnes 10:35 0 0°C
Hafnarfjall 10:35 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Frá Blönduósi
Frá Blönduósi
Pistlar | 21. mars 2016 - kl. 09:20
Stökuspjall “ Standbergshallir í hverju fjalli
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Fyrir 70 árum stóðu ungmennafélagar á Selfossi fyrir stofnun kirkjukórs, sem hefur starfað af krafti æ síðan og fagnaði afmæli sínu s. l. laugard., þ. 19. mars og bauð grannkórum sínum að syngja með sér í afmælinu. Þeir þekktust boðið og æfðu þá m. a. Guð hæst í hæð eftir Schultz, sem ekki hefur verið flutt í áratugi, þó það eigi sitt góða athvarf í Fjárlögunum, en var nú rifjað upp í tilefni þessarar hátíðar.

Annan sálm og mun yngri söng kórinn stóri fyrir framan altarið í glæsilegri Selfosskirkju: Til þín Drottinn hnatta og heima við lag Þorkels Sigurbjörnssonar, en höfundur ljóðsins, Páll Kolka héraðslæknir var gott skáld eins og þetta ljóð er til marks um. Hann starfaði lengi á Blönduósi og hafði þar daglega fyrir augum öldur, kátar og kersknar, sem hann notaði svo í skáldlega kvörtunarvísu eins og ýmsir gerðu:

Ýfast tekur aldan sölt
úti um svið á hausti.
Ljóðasnekkjan lek og völt
liggur upp í nausti. PK

Hundruð vísna hafa verið ortar þar sem skáldin kvarta yfir því að ekki sé hlustað á þá og vísnagersemar þeirra og sérstakt kvörtunarefni er hvað ungmeyjar sýni vísum þeirra lítinn áhuga. Svo kemur heimurinn til skjalanna og segir að þetta sé bara í nösunum á þeim hvað sem það á svo að þýða. Hvar ætti að reyna að finna svo valdamikinn fjölmiðlafulltrúa að hann tæki upp hanskann fyrir almannaróminn?

Þorsteinn frá Gilhaga á Fremribyggð skilgreinir vanda vísnasmiðsins á kankvísan hátt – og lætur ógert að hampa eigin ágæti:

Barning minn við stuðla stím
stympingar má kalla.
Efni kvæða, orð og rím
ei vill saman falla. ÞM

Hann eins og næsti vísnasmiður flutti á gráa möl af grænni grund:

Fast við kletta freyðir sær.
Flár og grettur undir brúnum.
Sælt og mettað grasið grær
á góðum, sléttum afbragðstúnum. SS

Vísuna orti Steinn Steinar og ruddi sér til rúms í skáldheimum suður við Faxaflóa, eignaðist Ásthildi Kristínu fyrir konu og hún var prestsdóttur frá glæsilegu höfuðbóli á Auðkúlu í Húnaþingi. Jörundur bóndi á Hellu á Selströnd bjó aftur heima við sinn bláa Steingrímsfjörð, orti vers um veröld sína og flutti forsetanum:

Frjáls er þjóð og fallið helsi
fögur tíð á sumri blíðu
angan blóma yrkir langan
unaðsseið á fólksins leiðum.
Yljar sól um unnarhylji
andar blær um reistar Strandir.
Fagna af alhug fljóð og bragnar
frelsis merkisbera sterkum. JG

Einnig orti Jörundur um hvernig skást væri að komast af við heiminn en getur ekki setið á sér að hnýta utan um með glensborða:

Svefn á brá þér bætir þó
bölið sára og dags óró.
Eyðast tárin, eykst þér fró,
ári minn kári og korri ró. JG

Önnur er hér:

Mér er gæfan gjöful enn,
gyllir æfi vega.
Sína þæfa sumir menn
sokka hæfilega. JG

Síðasta vísan í spjallinu er úr ljóði Jörundar til forsetahjónanna:

Hér á Ströndum standa berar
standbergshallir í hverju fjalli
sorfnar ísi og sundur skornar
syngja hátt við veðrasláttinn.
Þangað hafa lýðir löngum
leitað styrks á tíðum myrkum
fjalls í eggjum eggjan snjalla
átt til dáða og bjargarráða. JG

Vísað er til:
Una Margrét/RUV1 talar um Fjárlögin: http://www.ruv.is/frett/tonsnillingarnir-og-fjarlogin
Til þín Drottinn: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=p0&ID=4721
Fast viðkletta: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=13611
Barningur Þorsteins: http://bragi.info/skag/visur.php?VID=16732
Úr heimi Jörundar: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=j0&ID=8435

Eldra stökuspjall:
Lífsgleði njóttu: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=12647
Þeir urðu vinir á vondu ferðalagi: http://www.huni.is/index.php?cid=12589
Rökkrið sveipaði rauðum tjöldum að ranni mínum:http://www.huni.is/index.php?cid=12568
Túngarður í Tungunesi: http://www.huni.is/index.php?cid=12508
Pamfílar lukkunnar: http://www.huni.is/index.php?cid=12482

 

Höf. rzg
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Glaðheimar
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 20:56
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar boðar til málstofu um húsnæðis- og kjaramál, laugardaginn 20. apríl klukkan 09:00 í húsnæði stéttarfélagsins Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi. Frummælendur verða Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Samstöðu og núverandi formaður Félags eldri borgara á Blönduósi og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 12:07
Sunnudaginn 28. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða.
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið