Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 15:56 0 0°C
Laxárdalsh. 15:56 0 0°C
Vatnsskarð 15:56 0 0°C
Þverárfjall 15:56 0 0°C
Kjalarnes 15:56 0 0°C
Hafnarfjall 15:56 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Pistlar | 28. desember 2016 - kl. 12:01
Stökuspjall: Lögð var Ögn í lófa mér
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Á skólaárunum félaga minna við MA á Akureyri ríkti mikil tilhlökkun þegar leið á jólaföstuna, kannski var einhver af Blönduósstrákunum farin að safna í kálf um miðjan desember og allir vildu fá far með kálfinum, við vorum svo mörg af húnvetnska berginu í árganginum ´66 að fljótlegt var að fylla bílinn og svo var ekið vestur Öxnadalsheiði síðasta kennsludaginn í stað þess að bíða morguns og Norðurleiðarrútunnar.

Nú er komin strætóöld og við hefðum getað tekið seinni vagninn um fjögurleytið frá Hofi en Blönddælirnir þyrftu þó að láta sækja sig í Varmahlíð í stað þess að stíga af við Svartárbrú. Það munar einum 25 km en nú brunar Strætó fjórum sinnum á dag gegnum Krókinn, yfir Þverárfjallið og niður Norðurárdalinn og allt horfir þetta til framfara nema bilið virðist ætla að halda áfram að breikka milli borgar og sveitar. Hafa þó báðir fjölmargt að sækja hins. Og frekar skulum við tengja en sundra. Eljusemi þeirra sem halda úti vefsíðunni Húnahorni fá Húnvetningar seint fullþakkað. Hvar finnum við öflugra tengi?

Fyrir nokkrum árum kom háskólakennari frá Akureyri á sögufélagsfund vestur á Gauksmýri. Hann trúði okkur fundarmönnum fyrir því hvað hann héldi mikið upp á þessa vefsíðu og jafnan væri fyrsta morgunverkið hans væri að opna hana til að sjá hvort þar væri nokkuð nýtt. Þá hafði ritari ekki skrifað þar orð til birtingar. Nokkru síðar varð hann organisti við Blönduóskirkju og þóttist sjá að brýnt væri að minna sóknarmenn á þeirra stóru og fallegu kirkju. Hann fór þá að skrifa organistapistla í Húnahornið til þess arna.

Það hljómar fallega í kirkjunni og góður er kórinn sem æfir þar vikulega og syngur á sunnudagsmorgnum. Og það er af því góða að koma saman þó við gerum lítið meira en bjóða nágrannanum góðan daginn. Tvisvar í viku hittast Húnvetningar í kjallaranum á Hnitbjörgum. Þegar þeir koma á eftirlaunaaldur fara þeir að sækja þangað til að spila eða til að gera eitthvað fallegt í höndunum. Svo er drukkið kaffi um nónbil. Þá er tilvalið að slást í hópinn og kaupa sér kaffi og rabba við næsta mann.

Núna á jólaföstunni kom hún Katharina á Bókasafninu til að segja gestunum frá nýju bókunum. Enn eru ónefndir menningarstaðir í þeim góða Blönduósbæ, sem eru Kvennaskólinn, Grunnskólinn og Sundlaugin með gestum sem masa í heita pottinum eftir að hafa tekið sér kalt bað í kerinu. Og súpa kaffisopa í boði hússins meðan þeir renna augum yfir glæsimyndir sem skreyta veggi anddyris, teknar af Róbert umsjónarmanni Íþróttahallarinnar. 

Skammt utan við Blönduós er jörðin Lækjardalur sem skiptist áður í Efri- og Neðri-Lækjardal. Í Efri-Lækjardal bjó ættfaðirinn Jóel um 1800 og varð tengdafaðir Vatnsnesskáldsins Guðmundar Ketilsson. Guðmundur orti um elsta barn þeirra hjóna, dótturina Ögn:

Á þann fjórða október
átján hundruð tuttugu og sjö
lögð var Ögn í lófa mér.
Leiði oss Drottinn bæði tvö.

Aðra vísu Guðmundar hafði Jósefína amma mín hafði stundum yfir en þar talar hann við steinana:

Þegar nafn mitt eftirá
allra þögn er falið,
Illugastaða steinar þá
standið upp og talið.

En Guðmundur lætur steinana svara sér í hæðnistóni og þeir kalla hann Gvend:

Engin voru verk hans góð,
en víða hálfmynd nokkur.
Gvendur heitinn hefur þjóð
hnoðað brauð af okkur.

Guðmundur yrkir ljóðabréf til bróður síns Natans, bréfið hefur geymst í Eyjafirði, er nú á Amtsbókasafninu á Akureyri og þrettánda vísan úr því bréfi hefur véfréttarlegt yfirbragð enda hefur hún eignast sitt eigið líf, finnst í vísnabókum sem sjálfstæð staka:

Vertu frændi var um þig
von er eftir svikunum
heima átt þú á höggstöðum
hætt er vígabrandinum.

Ljóðabréfið er ársett 1815, meira en áratug fyrir morðin á Illugastöðum sem lifa enn í vitund þjóðarinnar rétt eins og frásagnir af helför Staðarmanna yfir Kjöl haustið 1780. Lengra aftur í aldir seilist skáldið frá Hamri í nýrri ljóðabók sinni. Bók Þorsteins heitir Núna og þar kynnir skáldið stuttaralega ljóð sitt Arfleifð:„Þess er naumast þörf að útskýra stöðu Grettis í þessu ljóði og þá ekki heldur djáknans á Myrká sem „átti hest gráföxóttan." Dísa kennd við Dalakofa, upphaflega í alkunnu söngljóði Davíðs Stefánssonar, hefur um langt skeið átt áberandi allt, að því þjóðsögulega hlutdeild í íslenskum menningararfi."

Arfleifð

Staðleysa þykja mér
stálmenni, vélgenglar, skjástirni

svo lengi sem manneskjur
ösla blóðið
í æðum mér

stignar fram
úr tíbrá tímans:

Grettir
djákninn
og Dísa!

Til Dalakofans
með útsýn yfir eyjar
er ekki nema spölur
að fara á þeim föxótta ...  Þorsteinn frá Hamri/Núna bls. 36

En hægt gengur ritara að finna þann tón sem fær morgunþunga sóknarmenn til að taka sér kirkjuferð á hendur. En þeim leiðist ei sem leitar! Róbert ljósmyndari og kollegi hans Blönduósingurinn Skarphéðinn Ragnarsson sýna okkur með myndum sínum fegurð sandsins, flóans og fjallanna, en skáldin á síðustu öld meitluðu myndir sínar í stuðla. Þóra frá Kirkjubæ flutti til borgarinnar en leitar kyrrðar hjá æskuminningum úr Norðurárdal:

Stillt blikar jólastjarna.
Stafar helgi og frið.
Vekur mildi í manna hjörtum
og minning um horfið svið.

Vísað er til:
Íþróttamiðstöðin Blönduósi: http://imb.is/
Vísur úr heimahéraði frá Bragaþingi/hagyrðingamóti 2007 á Blönduósi: http://stikill.123.is/blog/2007/08/20/139201/
Agnarvísa Guðm. Ketilssonar: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=28049
Um Guðmund Ketilsson e. Björn Sigfússon: http://stikill.123.is/blog/record/514230/
Hornbjarg: http://jonas.ms.is/ljod.aspx?ljodid=399&nafna=H
Jólanótt: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4902

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Glaðheimar
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið