Fréttir | 10. febrúar 2014 - kl. 14:29
112 dagurinn á Blönduósi

112 dagurinn verður haldinn á Blönduósi þriðjudaginn 11. febrúar næstkomandi. Dagurinn verður með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár, en eftir akstur allra viðbragðsaðila um bæinn, verður staðnæmast við Samkaup klukkan 16 og þar verður hægt að skoða bílaflotann.

Í tilefni 90 ára afmælisárs Rauðakrossins á Íslandi verður skyndihjálparupprifjun og kynningu á nýju „skyndihjálpar-appi“ Rauðakrossins í anddyri Samkaupa.

Kaffi og Svali verða í boði Samkaupa og kleinur í boði RKÍ.

Þeir sem standa að 112 deginum á Blönduósi eru Björgunarfélagið Blanda, Brunavarnir A-Hún., Heilbrigðisstofnunin Blönduósi, Rauðakrossdeildin og Lögreglan.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga