Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 17. september 2014 - kl. 07:48
Bæjarmálafélag stofnað á Skagaströnd

Bæjarmálafélag hefur verið stofnað á Skagaströnd sem hefur það að markmiði að vera vettvangur fyrir íbúa Skagastrandar að ræða um málefni sveitarfélagsins og koma skoðunum sínum á framfæri við þá sem fara með yfirstjórnina. Alls mættu 13 á stofnfund félagsins sem haldinn var 28. ágúst síðastliðinn og voru þrír aðilar valdir til að halda utan um starfið.

Í tilkynningu frá bæjarmálafélaginu, sem birt er á vef Skagastrandar, segir að það hafi verið í umræðunni árum saman að svona félagsskap vanti á Skagaströnd og hér sé hann nú kominn á koppinn. Þar segir einnig að þessi vettvangur sé fyrir alla áhugamenn, hvort sem þeir séu tengdir einhverju framboði eða engu. Forsvarsmenn félagsins vona að það verði vettvangur sem fólk vilji nýta sér til að fylgjast betur með málefnum samfélagsins og hafa áhrif á.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga