Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 17. september 2014 - kl. 13:21
Skagaströnd keppir í Útsvari

Útsvar hefur um árabil verið einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins en þar keppa lið sveitarfélaga í spurningakeppni í Ríkissjónvarpinu. Sveitarfélagið Skagaströnd var á dögunum dregið út sem fulltrúi sveitarfélaga með færri en 500 íbúa og keppir því í fyrsta sinn í vetur í Útsvari. Sveitarstjóra hefur verið falið að gera tillögur að þátttakendum. Þátttakan í Útsvari er skemmtilegt tækifæri til þess að kynna sveitarfélagið fyrir landi og þjóð og því til mikils að vinna.

Málið var til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar Skagastranda 12. september síðastliðinn og lýsti sveitarstjórn ánægju sinni með að fulltrúar sveitarfélagsins taki þátt í góðum skemmtiþætti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga