Mynd: Skólabúðirnar Reykjaskóla
Mynd: Skólabúðirnar Reykjaskóla
Fréttir | 29. september 2014 - kl. 20:48
Starfið í Skólabúðunum fer vel af stað

Tuttugasta og sjötta starfsár Skólabúðanna í Reykjaskóla er farið af stað. Fyrstu skólarnir komu 25. ágúst síðastliðinn en þeir koma frá Vestfjörðum að venju. Á þessu skólaári er farið aftur í sveitaferðirnar vinsælu og verðu að þessu sinni farið með nemendur að Bjargi í Miðfirði, sem er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundssonar, og þeim kynnt sveitalífið og sögð sagan af Gretti og sýnt ýmislegt merkilegt er gengist henni.

Ferðin að Bjargi hefur mælst vel fyrir og á vef Skólabúðanna kemur fram að mikil ánægja er með viðbrögð nemenda og kennara á heimsókninni að Bjargi. Aðrir dagskrárliðir eru að mestu óbreyttir en nú er samkennsla í náttúrufræði og stöðvaleik þar sem nemendur fá fræðslu um fjöruna og Reykjatangann, þ.e. um Héraðsskólann, hersetuna, heita vatnið og margt fleira. Þessi fræðsla fer fram bæði inni og úti eins og heimsóknin að Bjargi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga