Tilkynningar | 20. nóvember 2014 - kl. 07:54
Innritun stendur yfir í Dreifnám í A-Hún.

Alls stunda nú 16 nemendur nám í Dreifnámi í A-Hún, þeir yngstu luku grunnskóla í vor en þeir elstu eru komnir á fertugsaldur. Markmið þeirra eru ólík, sumir stefna á stúdentspróf, aðrir á iðnnám og enn aðrir eru að ljúka síðustu metrunum til að gangast undir sveinspróf í iðngrein.

Á vorönn verður boðið upp á eftirtalda áfanga í Dreifnámi í A-Hún:
ENS 193/202/303
DAN 193/202
ÍSL 102/202/303
NÁT 103
SAG 203
UTN 103
ÞÝS 103
STÆ 102/202/303/313
ÍÞR 201/211

Auk þessa áfanga geta nemendur sem velja Dreifnám í A-Hún skráð sig í einn áfanga í fjarnámi sér að kostnaðarlausu.

Opið er fyrir umsóknir til 30. nóvember n.k. Sótt er um á heimasíðu Menntagáttar, www.menntagatt.is.

Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FNV, www.fnv.is eða hjá umsjónarmanni Dreifnáms í A-Hún, asdisyr@fnv.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga