Mynd: Sveit.is
Mynd: Sveit.is
Fréttir | 20. nóvember 2014 - kl. 09:38
Gauksmýri hlaut hvatningarverðlaun

Sveitasetrið Gauksmýri fékk á dögunum hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2014. Á Gauksmýri er rekin ferðaþjónusta með áherslu á náttúru- og hestatengda ferðaþjónustu sem aðhyllist umhverfisstefnu Ferðaþjónustu bænda. Gestgjafar og eigendur Sveitasetursins Gauksmýri eru Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson.

Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda sex bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Er það í fjórða sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum.

Í flokknum Hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2014 fengu eftirfarandi viðurkenningu:

• Fossatún í Borgarfirði

• Vogur á Fellsströnd

• Gauksmýri í Húnaþingi

Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2014 fengu eftirfarandi viðurkenningu:

• Einishús á Einarsstöðum

• Hótel Lækur í Hróarslæk

• Hótel Eldhestar á Völlum í Ölfusi

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Ferðaþjónustu bænda.
Mynd (frá vinstri): Guðmundur Halldórsson frá Vogi, Steinar Berg Ísleifsson frá Fossatúni og Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson frá Gauksmýri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga