Mynd: Blönduósbær
Mynd: Blönduósbær
Fréttir | 20. nóvember 2014 - kl. 20:49
Jólaskreytingar undirbúnar

Undirbúningur vegna jólaskreytinga er hafinn hjá Blönduósbæ en nú þegar er búið að kveikja á jólastjörnunum á Húnabrautinni.  Þá fóru þrír starfsmenn úr tæknideild bæjarins  Ã­ Gunnfríðarstaðaskóg til að sækja grenitréð sem á að standa á kirkjuhólnum  yfir jólin. Einnig var tekið með jólatré fyrir Blönduskóla.

Sagt er frá þessu á vef Blönduósbæjar. Þar segir að óvenju góð tíð og snjóleysi hafi auðveldað mönnum för og flutning á trjánum til Blönduóss. Tréð sem sett verður upp við hliðina á kirkjunni á Blönduósi einhverja næstu daga var orðið 10 m hátt þegar það var fellt og búið að standa í skóginum síðan árið 1965. Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga útvegar Blönduósingum trén eins og undanfarin ár og hefur fært Blönduskóla sitt tré að gjöf í mörg ár.

Stefnt er að því að kveikja á trénu við Blönduóskirkju í byrjun desember og síðan verður formlega tekið á móti því sunnudaginn 7. desember eftir aðventuhátíð í kirkjunni, að því er fram kemur á vef Blönduósbæjar.  Vinabærinn Moss í Noregi færir Blönduósingum tréð að gjöf þó ekki komi það lengur úr norskum skógi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga