Skjáskot af Mbl.is
Skjáskot af Mbl.is
Fréttir | 22. nóvember 2014 - kl. 23:30
Sigraði í ljósmyndakeppni Norðurlandaráðs

Magnea Rut Gunnarsdóttir, nemandi í tíundabekk í Húnavallaskóla sigraði á dögunum í ljósmyndakeppni á vegum Norðurlandaráðs. Keppnin var haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjónanna og las Magnea sáttmálann yfir til þess að fá hugmyndir.

Sagt er frá þessu á Mbl.is. Þar kemur fram að Magnea Rut sé búin að prófa sig áfram í ljósmundun í eitt og hálft ár og það hafi bara verið tilviljun að hún heyrði af þessari keppni. „Mig langaði að ná öllum réttindunum í eina heila mynd. En til þess að koma þeim til skila þurfti ég smá hjálp. Ég fékk að stilla bekkjarsystkinum mínum upp og notaði hendur þeirra til að sýna öll réttindin,“ segir Magnea Rut í viðtali við Mbl.is.

Hún segir það hafa komið sér mjög á óvart að hún skyldi vinna en um fimmtíu myndir bárust í keppnina.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga