Fréttir | 27. nóvember 2014 - kl. 19:11
Jólablað Feykis er komið út

Jólablað Feykis kom út í dag. Meðal efnis í blaðinu úr Austur-Húnavatnssýslu er hugvekja frá séra Bryndísi Valbjarnardóttur, sóknarpresti á Skagaströnd, gullmolar barnanna á leikskólanum Barnaborg á Skagaströnd, jólaskreytingar á Blönduósi og viðtal við Hörpu Þorvaldsdóttur frá Hvammstanga og Harald Guðmundsson frá Blönduósi um veikindi Matthildar dóttur þeirra, sem náð hefur undraverðum bata.

Þá svarar Þorleifur Ingvarsson á Sólheimum og Ólafur Bernódusson á Skagaströnd  spurningum um jólin sín. Og svo er auðvitað margt fleira áhugavert í blaðinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga