Blanda
Blanda
Fréttir | 22. janúar 2015 - kl. 11:59
Vefsala laxveiðileyfa komin í gang

Áhugamenn um laxveiði eru fyrir allnokkru farnir að huga að komandi veiðisumri og margir nú þegar búnir að yfirfara veiðibúnaðinn og kaupa veiðileyfi. Vefsala á laxveiðileyfum er komin í gang á vef Lax-Á en þar er meðan annars hægt að kaupa veiðileyfi í húnvetnskum ám eins og Blöndu, Hallá og Svartá.

Almennt séð var laxveiði léleg í fyrrasumar en hún var þó einna skást í Húnaþingi og stóð Blanda sig einna best en hún var þriðja aflamesta veiðiá landsins og aflamesta áin í Húnavatnsýslum með tæplega tvö þúsund veidda laxa.

Laxá á Ásum stóð sig einnig vel og endaði í rúmlega þúsund veiddum löxum. Það var annað árið í röð sem áin nær meira en þúsund löxum en það hefur ekki gerst síðan árin 1992 og 1993. Lax á Ásum er langgjöfulasta laxveiði á landsins m.v. veidda laxa á hverja stöng en aðeins er veitt á tvær stangir í ánni sem þýðir að hver stöng gaf rúmlega 500 laxa eða um sex laxa á dag að meðaltali.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga