Fréttir | 22. janúar 2015 - kl. 12:03
Miðasala á þorrablót Vöku

Hið árlega þorrablót Kvenfélagsins Vöku verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi, laugardaginn 24. janúar næstkomandi. Miðasala verður í Félagsheimilinu í dag frá klukkan 17 til 19. Miðaverð er 6.500 krónur og er enginn posti á staðnum. Elli- og örorkulífeyrisþegar ásamt unglingum fæddum árið 1999 greiða 5.500 krónur.

Á laugardaginn opnar húsið klukkan 19:30 og hefst borðhald stundvíslega klukkan 20:30. Veislustjórn verður í höndum Þorgerðar Þóru Hlynsdóttur (Giggu). K.K. og Co. sér um skemmtiatriði og Trukkarnir sjá um undirleik í fjöldasöng og leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

Nú gildir að vera þjóðlegur og skella sér á heimsklassa þorrablót Vökukvenna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga