Fréttir | 25. febrúar 2015 - kl. 21:56
Sameining náttúrusýninga könnuð

Verið er að kanna hagkvæmni og ávinning þess að sameina náttúrusýningar Hafíssetursins og Laxasetursins í eitt húsnæði á Blönduósi. Verkefnið, sem fékk styrk frá Vaxtarsamningi nú í vetur, er til sex mánaða og hófst í janúar síðastliðnum. Að því loknu mun liggja fyrir skýrsla með niðurstöðum og verður metið út frá henni hvort æskilegt sé að framkvæma sameininguna og hver næstu skref verða. Sagt er frá þessu á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi.

Fjögurra manna verkefnastjórn stýrir verkefninu en í henni eru þau Arnar Þór Sævarsson fyrir hönd Blönduósbæjar, Jón A. Sæbjörnsson fyrir hönd Laxasetursins, Katharina Schneider fyrir hönd Þekkingarsetursins, og Ingibergur Guðmundsson.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga