Fréttir | 26. febrúar 2015 - kl. 21:57
Mótaröð Neista - fjórgangur
Frá mótanefnd

Mótaröð Neista heldur áfram miðvikudaginn 4. mars næstkomandi en þá er komið að fjórgangi. Mótið hefst í reiðhöllinni í Arnargerði klukkan 19:00. Keppt verður í þremur flokkum. Mótaröðin er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem þrír stigahæstu keppendur í hverjum flokki fyrir sig hljóta verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótum vetrarins.

Skráning fer fram á netfang Neista heneisti@gmail.com fyrir klukkan 22:00 þriðjudagskvöldið 3. mars. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokk knapi ætlar að keppa.

Keppt er í þremur flokkum.

  • Flokkur 17 ára og yngri

  • Áhugamannaflokkur

  • Opinn flokkur

Skráningargjöld eru 1.500 kr. þ.e.a.s. fyrir fyrsta hest en 1.000 krónur eftir það.

Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  heneisti@gmail.com en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

Prógrammið er eftirfarandi:
Einn knapi er inni á vellinum í einu og stýrir hann sjálfur prógramminu.  Mega knapar sýna gangtegundirnar í hvaða röð sem er og eru knapar minntir á að hneigja sig.

Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni og eftirfarandi eru gangtegundirnar sem knapi sýnir.

Forkeppni:
Hægt tölt
Brokk
Fet
Stökk
Fegurðartölt

Keppni í úrslitum er stýrt af þul. Sömu gangtegundir.

Mótið er öllum opið til þátttöku og við hvetjum sem flesta til að skrá sig og keppa. Aðgangur áhorfenda er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga