Fréttir | 24. mars 2015 - kl. 21:23
Slow travel ferðamennska “ súpufundur

Ferðamálafélag Austur-Húnavatnssýslu stendur fyrir súpufundi á Hótel Blönduósi fimmtudaginn 26. mars næstkomandi. Á fundinum verður kynning og umfjöllun á Slow travel ferðamennsku, hugmyndafræði hennar og tækifærunum sem felast í henni. Fundurinn er fyrir ferðaþjónustuaðilar, sveitarstjórnarmenn, handverksfólk, veitingaaðilar og önnur fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn í Austur-Húnavatnssýslu.

Í lok síðasta árs fékkst styrkur úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra uppá þrjár milljónir króna til þróunar og markaðssetningar á Slow travel ferðamennsku. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Byggðarsamlag í A-Hún, Þekkingarsetrið á Blönduósi auk ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Allir þessir aðilar hafa lagt til framlög og er heildarumfang verkefnisins áætlað milli 6-7 milljónir kr.

Á fundinum mun Ásgerður Einarsdóttir kynna Slow travel hugmyndafræðina og tækifærum tengdum því að byggja á henni. Hún mun einnig aðstoða fundargesti í hugmyndavinnu/hugarflugi um efnið og því er mikilvægt að sem flestir mæti á fundinn, svo hennar kraftar nýtist sem best.

Dagskrá:

Kl. 17:00 Kynning á Vaxtarsamningsumsókninni „ Reshape your joyrney- slow travel í A-Hún“- Hildur Þóra Magnúsdóttir atvinnuráðgjafi SSNV

Kl. 17:30 Hvað er „slow travel“ og hvernig getum við í A-Hún hagnast á því? Ásgerður Einarsdóttir, ferðamálafrömuður í hæglátsferðamennsku.

Kl. 18:30 Súpa og brauð í boði Ferðamálafélagsins

Kl. 19:00 Hugarflug um tækifærin

Kl. 20:00 Fundarslit

Skráning fer fram á netfanginu hildur@ssnv.is svo hægt sér að passa uppá að nóg verði af súpu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga