Fréttir | 25. mars 2015 - kl. 20:53
Opnunarhelgi Sjávarborgar

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga verður formlega opnaður föstudaginn 27. mars næstkomandi og verða ýmiskonar tilboð á boðstólnum alla helgina. Veitingastaðurinn er staðsettur á efri hæð Selaseturs Íslands.

Á föstudaginn verður réttur dagsins á sínum stað í hádeginu, kaffihlaðborð fyrir alla fjölskylduna milli klukkan 14:30 og 17:00 og kvöldverður frá klukkan 19:00 til 21:30, en mælst er til þess að fólk panti borð fyrirfram í kvöldverðinn.

Trúbadorinn Sigvaldi Helgi Gunnarsson sér svo um tónlistina frá klukkan 22:00 til 03:00. Aldurstakmar er 18 ára.

Á laugardaginn opnar Sjávarborg klukkan 11:00 og verður svipuð dagskrá yfir daginn, hádegisverður á tilboði, kaffihlaðborð fyrir alla fjölskylduna og kvöldverður samkvæmt tilboðsmatseðli.

Húsið verður opið til klukkan 03:00 og er 18 ára aldurstakmark.

Borðapantanir fara fram í síma 451-2927.

Nánari upplýsingar fá finna á Facebook síðu Sjávarborgar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga