Fréttir | 17. apríl 2015 - kl. 20:52
Vortónleikar Tónlistarskóla A-Hún.

Hinir árlegu vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga verða haldnir á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd á næstu vikum. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Húnavöllum 22. apríl og hefjast þeir klukkan 14:30. Þann 6. maí klukkan 17 verða tónleikar í Blönduóskirkju og daginn eftir, 7. maí, verða tónleikar í Hólaneskirkju sem hefjast klukkan 17. Allir eru velkomnir.

Tónleikarnir verða sem hér segir:
Húnavöllum  miðvikudaginn 22.apríl kl. 14:30.
Blönduósi miðvikudaginn 6.maí kl. 17 í Blönduósskirkju.
Skagaströnd fimmtudaginn 7.maí kl. 17 í Hólaneskirkju.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga