María “lafsdóttir. Mynd: Rúv.is
María “lafsdóttir. Mynd: Rúv.is
Fréttir | 21. maí 2015 - kl. 23:22
Ísland komst ekki áfram

Framlag Íslands komst ekki áfram í úrslit Eurovision sem fara fram á laugardag. Blönduósingurinn María Ólafsdóttir flutti framlag Íslands Unbroken á sviðinu í Vín í Austurríki í kvöld. Maríu var vel fagnað að loknum flutningnum enda stóð hún sig vel en það var ekki nóg til að heilla þá Evrópubúa sem tóku þátt í kosningunni.

Felix Bergsson, þulur Ríkisútvarpsins í keppninni, komst skemmtilega að orð í kvöld þegar hann kynnti Maríu og framlag Íslands til leiks er hann sagði: „María fæddist á Blönduósi og sleit þar barnsskónum eins og svo margir aðrir af merkilegustu listamönnum þjóðarinnar“. Þarna var Felix líklega að gera grín af sjálfum sér en hann hefur sjálfur búið á Blönduósi og sleit þar barnsskónum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga