Fréttir | 22. maí 2015 - kl. 12:29
Tófa skotin rétt ofan við Flúðabakka

Morgunblaðið segir frá því í blaðinu í dag að Vignir Björnsson, refaskytta, hafi skotið tófu rétt við Flúðabakka í gærmorgun er hann var að bera út Moggann eins og hann gerir á hverjum morgni. Vignir segir sjálfur svo að hann hafi séð dýr á túnblettinum við Flúðabakka og haldið fyrst að um kött væri að ræða en annað kom í ljós.

Þá var ekkert annað að gera en að sækja byssuna heim og ná tófunni. Róbert Daníel Jónsson, áhugaljósmyndari, sendi okkur mynd af Vigni með tófuna.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga