Fréttir | 30. júní 2015 - kl. 11:04
Smálaxinn mættur í Blöndu

Veiðin í Blöndu hefur verið góð það sem af er veiðitímabilinu og síðustu daga hefur orðið meira vart við smá lax að því er fram kemur á veiðivef Vísis.is. Þar kemur fram að mikið af stórlaxi sjáist einnig í ánni og nokkrir rígvænir komið á land en engin af þessum stærstu sem hafi verið að sýna sig. Þorsteinn Hafþórsson, leiðsögumaður við Blöndu, segir í samtali við Vísi.is að það hafi komið 21 lax á land í gær og 19 í fyrradag á fjórar stangir.

„Það er góður gangur í ánni og veiðin búin að vera afskaplega góð,“ segir Þorsteinn. Veiði í Blöndu nálgast nú 200 laxa.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga