Að telja seli er góð skemmtun
Að telja seli er góð skemmtun
Fréttir | 01. júlí 2015 - kl. 16:32
Viltu vera vísindamaður í einn dag?

Selatalningin mikla fer fram í þessum mánuði en þá verða selir taldir á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Svæðinu er skipt upp í mörg misstór svæði sem eru um 2-7 kílómetra löng og ættu allir að finna vegalengd við sitt hæfi. Á vef Selasetursins segir að selatalningin mikla sé skemmtileg upplifun og það sé vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins. Eftir talninguna verða kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Selasetrið auglýsir á vef sínum eftir sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í talningunni sem fer fram sunnudaginn 19. júlí. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síðasta lagi 15. júlí næstkomandi. Til að skrá sig og fá nánari upplýsingar má hafa samband á netfang info@selasetur.is eða í síma 451-2345.

Athygli er vakin á því að talningin hentar ekki börnum undir 5 ára og börn á milli 5 og 15 ára mega einungis taka þátt í fylgd forráðamanna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga