Fréttir | 22. júlí 2015 - kl. 10:48
Mældist á 162 km hraða

Við umferðareftirlit á varðsvæði lögreglunnar á Norðurlandi vestra í síðustu viku stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem mældist á 162 km hraða. Ökumaðurinn reyndist vera 17 ára, með þiggja ára bráðabirgða ökuskírteini, útgefið fyrir sex mánuðum síðan. Ungi ökumaðurinn má búast við hárri sekt eða að lágmarki 140 þúsund krónum, þremur refsipunktum í ökuferilskrá og að verða sviptur ökuréttindum í tvo mánuði.

Frá þessu er sagt á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Þar kemur fram að á vegakaflanum sem ungi ökumaðurinn mældist á 162 km hraða hafði, tæpum sólarhring áður, verið ekið á lamb sem slapp inn á veginn úr girðingu þar nærri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga