Skjáskot úr Morgunblaðinu í dag
Skjáskot úr Morgunblaðinu í dag
Fréttir | 04. september 2015 - kl. 10:50
Umfjöllun um Blönduós og nágrenni

Morgunblaðið er á ferð um Ísland og í dag er umfjöllun í blaðinu um Blönduós og nágrenni. Fjallað er m.a. um púðaverin frá Lagði sem eru vinsælir og flottir minjagripir. Rætt er við hjónin Elínu Aradóttur og Ingvar Björnsson frá Hólabaki sem eru stolt af fyrirtækinu sínu sem byrjaði fyrst sem áhugamál Elínar. Þá er rætt við Vigdísi Elvu Þorgeirsdóttur sem stýrir verslun Úrvals Samkaupa á Skagaströnd og Róbert Daníel Jónsson sem fagnaði í júlí tíu ára búsetuafmæli sínu á Blönduósi.

Fleira er til umfjöllunar í Morgunblaðinu úr Húnaþingi, m.a. rætt við Karl B. Örvarsson um skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði og við feðgana Vigni Sveinsson og Skafta Vignisson á Höfnum á Skaga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga