Fréttir | 08. október 2015 - kl. 10:46
"Verndum þau" - námskeið á Húnavöllum

Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar „Verndum þau“ og fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan ÆV sæki námskeiðið.

Höfundar bókarinnar, Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir M.SC. í sálfræði, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

Námskeiðið verður haldið 29. október í Húnavallaskóla og hefst kl. 18:00-21:00. Skráning og upplýsingar eru í síma 550-9803 eða hjá asta@aev.is. Við skráningu þarf að koma fram nafn, netfang og starfsvettvangur (aðilarfélag ÆV).

Skráningafrestur rennur út 27. október kl. 16:00. Náist ekki 12 manna skráning fellur námskeiðið niður. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Hægt er að festa kaup á bókinni Verndum þau á 2.500 kr. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga