Fréttir | 11. febrúar 2016 - kl. 15:09
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum
Umsóknarfrestur er 15. febrúar næstkomandi

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs og atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á árinu 2016 verður ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með mánudagsins 15. febrúar næstkomandi. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið umsoknir@ssnv.is en umsóknargögn og nánari upplýsingar má finna á ssnv.is. Þau verkefni hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

  1. Verkefni sem falla að markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2015-2019.
  2. Verkefni sem stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og aukinni fagmennsku í menningarstarfi og menningartengdri ferðaþjónustu.
  3. Verkefni sem efla samstarf á sviði menningar og atvinnulífs og fjölga atvinnutækifærum á Norðurlandi vestra.
  4. Verkefni sem stuðla að nýsköpun og atvinnuþróun og nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar á Norðurlandi vestra.
  5. Verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur og ungt fólk á svæðinu.

Nánari upplýsingar og aðstoð veita Ingibergur Guðmundsson símar 452 2901 / 892 3080, netfang: ingibergur@ssnv.is, og Sólveig Olga Sigurðardóttir símar 455 6119 / 857 0251, netfang: solveig@ssnv.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga