Frá brunanum í dag. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Frá brunanum í dag. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Mynd úr drónanum
Mynd úr drónanum
Fréttir | 12. febrúar 2016 - kl. 21:04
Eldur í bifreið í bragga á Blönduósi

Rétt fyrir fjögur í dag var slökkviliðið á Blönduósi kallað út en tilkynnt var um eld í bifreið í einum bragganum við gömlu mjólkurstöðina á Blönduósi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var nokkur eldur í bílnum auk þess sem eldur var kominn í útvegg og þak suðurenda braggans. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en slökkvistarfi á vettvangi lauk á  um tveimur tímum en þá var búið að draga eðalvagn út úr bragganum en þegar þetta er skrifað er talið að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni í bílnum. Þrjár aðrar bifreiðar voru í bragganum og eru þær að öllum líkindum ónýtar.  

Húnahornið fékk góðfúslegt leyfi hjá Róberti D. Jónssyni til að nota myndir hans sem hann tók m.a. á nýtt flygildi sem hann eignaðist á dögunum. Fleiri myndir eru á síðu hans á Fésbókinni https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10208973421872226.1073742116.1216846491&type=1&l=b021a3f950.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga