Fréttir | 25. maí 2016 - kl. 15:30
Fréttir í Feyki úr A-Hún.

Nýr Feykir kom út í dag og er þar að finna fjölbreytt úrval frétta og annan fróðleik úr Húnavatnssýslum og af Norðurlandi vestra. Í blaðinu í dag er m.a. sagt frá verðlaunum sem tveir bekkir í Húnavallaskóla hlutu nýverið fyrir að vera tóbakslausir og að 35 bátar hafi landað á Skagaströnd. Sara Lind Kristjánsdóttir er áskorendapenninn og fjallar hún um hvað lítil hvatning geti skipt miklu máli. Guðmundur Valtýsson er með vísnaþáttinn sinn á sínum stað og í blaðinu er myndasyrpa frá opnun sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga