Fréttir | 22. júlí 2016 - kl. 10:45
Hægst hefur á laxveiði í Blöndu

Búið er að veiða 1492 laxa í Blöndu sem af er sumri samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi veiðifélaga frá 20. júlí. Heldur hefur hægst á veiðinni í Blöndu því vikuveiðin nú er 192 laxar á meðan vika þar á undan gaf 280 laxa. Miðfjarðará er komin í 1459 laxa en vikuveiðin gaf 382 laxa sem er frábær árangur. Veiðst hafa 425 laxar í Víðidalsá og 338 í Vatnsdalá. Laxá á Ásum er komin í 225 laxa.

Búið er að veiða 115 laxa í Svartá og 102 í Hrútafjarðará og Síká. Nánar má sjá um laxveiðina í 75 aflahæstu ám landsins á vefnum www.angling.is.     

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga