Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 25. ágúst 2016 - kl. 07:18
Banaslys í höfninni á Hvammstanga

Ökumaður bifreiðarinnar, karlmaður á sextugsaldri, lést þegar bíll hans fór í höfnina á Hvammstanga síðdegis í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Tilkynning um atvikið barst á fimmta tímanum í gær og var strax kallað á tiltæka viðbragðsaðila á svæðinu.

Kafari frá Brunavörnum Húnaþings vestra fann bifreiðina skömmu fyrir klukkan fimm á hafsbotni um þrjátíu metra frá bryggjunni. Enn fremur aðstoðuðu kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en þeir voru fluttir á staðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var einn í bílnum.

Lögreglan á Norðurlandi vestra annast rannsókn málsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga