Við Vatnsdalsá
Við Vatnsdalsá
Fréttir | 25. ágúst 2016 - kl. 20:52
Rólegt í laxveiðinni, nema í Miðfjarðará

Samkvæmt nýjum veiðitölum á vef Landssambands veiðifélaga er laxveiðin í Húnavatnssýslum frekar róleg þessa dagana, nema í Miðfjarðará en þar er rífandi gangur og hafa veiðst 282 laxar þar síðustu vikuna. Heildarfjöldi veiddra laxa í Miðfjarðará er kominn í 3287 og má búast við að hún nái fjögurþúsund löxum áður en sumarið er á enda. Blanda er komi í 2244 veidda laxa en síðasta vika gaf ekki nema 27 laxa samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga.

Víðidalsá er komin í 810 laxa og var vikuveiðin 47 laxar. Veiðst hafa 610 laxar í Vatnsdalsá og var vikuveiðin 55 laxar. Vikuveiðin í Laxá á Ásum var 26 laxar og er áin komin í 516 veidda laxa. Hrútafjarðará og Síka er í 292 löxum með viku veiði upp á 18 laxa og Svartá er komin í 265 laxa og var vikuveiðin þar 20 laxar.

Miðfjarðará er í öðru sæti yfir aflamestu ár landsins og Blanda er í fjórða sæti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga