Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Miðvikudagur, 24. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:14 0 0°C
Laxárdalsh. 01:14 0 0°C
Vatnsskarð 01:14 0 0°C
Þverárfjall 01:14 0 0°C
Kjalarnes 01:14 0 0°C
Hafnarfjall 01:14 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Jörundarfell
Jörundarfell
Pistlar | 16. janúar 2017 - kl. 09:22
Stökuspjall: Segulmögnuð, tregablandin ást!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Okkur bjóðast stúkusæti þegar við veljum okkur að ferðast með strætó yfir heiðar og hálsa því hvoru tveggja er að setið er mun hærra í rútunni en einkabílnum  og hitt, að farþeginn þarf ei að hafa hugann við stjórn ökutækis, Gísli, Óli og allir hinir bílstjórarnir sjá um það og farþeginn getur horft óttalaus upp til hæstu tinda eða gaumgæft flúðir og lygnur í Norðuránni.

Strætóferðir henta vel janúarverkefni vefsýslumanns og ritara þessara orða sem er að fletta vísnasafni Sigurðar Halldórssonar á Héraðsskjalasafninu á Blönduósi og færa vísurnar inn á vefinn Húnaflóa – kvæða og vísnasafn. Á miðvikudagsmorgun fann hann þar grallaravísur Gísla íslenskukennara, væntanlega ortar þegar hann var svona að komast á fullorðinsár og þessar sömu vísur skemmtu skólafélögum frá MA ´66 í hádegisverði daginn eftir á Café Meskí við Fákafen.

Gísli Jónsson hélt úti íslenskuþætti í Morgunblaðinu frá vorinu 1979, orti áfram vísur en þær voru þá eftir Hlymrek handan, Vilfríði vestan, Björn botnan eða álíka fósa. Hann rifjaði þar líka upp kátlegar romsur úr málfræði Björns Guðfinnssonar eins og þessi dæmi um lýsingarhátt þátíðar: Tekinn, elskaður, færður, hengdur, reyktur. Þá bætti Gísli við:„Jafnvel ófermd börn skynjuðu fyndnina í þessari hrikalegu ævisögu." Grípum eina vísu úr þessum sjóði áður en skilið er við fræðarann góða, Gísla Jónsson frá Hofi í Svarfaðardal:

Mér er sem ég sjái hann Kossút
á sinni gráu að reka hross út.

Sína gerir hann svipu upp vega
sérastefánsámosfellilega.

Þessi vísa er með lengsta atviksorði sem Gísli vissi um í íslensku og er kennd fyrrum þjóðskáldi Benedikt Sveinbjarnarsyni Gröndal, höfundi Heljarslóðarorrustu og Sjálfsævisögunnar Dægradvalar.

Hrittu vanda hörðum frá
hnyttinn randaviður.

Styttu bandið bola á.
Bittu fjanda niður.

Vísuna orti Vatnsdælingurinn Björn Schram sem ól aldur sinn á Sauðárkróki og er talinn fyrsta bæjarskáldið þar. Aðra hringhendu um skáldlegra efni gerði Björn:      

Andann þegar eitthvað sker
af oss dregur fögnuð.
Blandin trega einatt er
ástin segulmögnuð.

Þannig má endursegja vísuna eins og tíðkast í Eglu og þá væri endursögnin: Þegar eitthvað sker (þjáir) andann dregur fögnuðinn af oss. Segulmögnuð ástin er einatt blandin trega. Björn orti neyðarlega um séra Jónmund sem orti vísuna góðu um sálarkufl úr sólskini:

Burt er rækur Barði frá
böls á krækir slóðir

Klerkinn sækir okkar á
allra klækja móðir.

Jónmundur flutti frá Barði í Fljótum vestur í Grunnavík.

Dalur hér svo djúpur er
dimmu ber á vegi.
Leiðist mér hvað sólu sér
seint á hverjum degi.

Dalvísuna yrkir Björn, hún gæti verið af Laxárdal fremri en Erlendur á Mörk getur hans í minningum sínum frá Mörk, Heima og heiman.

Lokavísan í dag birtist í Bakþönkum á Fréttablaðinu s.l. föstudag með hlýrri afaminningu. Vísan var ort á Akureyri:

Holl sú regla öllum er
og þess virði að temja sér
að hafa ei önnur orð um mann
en þú getur sagt við hann.

 Málstofa um þjóðsögur, Jón Árnason og Konrad Maurer var haldin í Þjóðarbókhlöðu s.l. laugardag og allvel sótt. Fyrirlestur um Jón mun verða í Húnabúð í mars þegar þar verður fram haldið fyrirlestrum um húnvetnsk fræði mi. 1., 8. og 15. mars, hefjast kl. 17 og verða kynntir betur er nær dregur.

 Fréttir af vísnavefnum eru annars helstar að stökufjöldinn komst yfir 3000 um jólin og enn fjölgaði höfundunum sem eiga vísurnar, en þeir eiga víðar rætur en við Húnaflóann þó þar sé aðalsöfnunarsvæðið.  En það vita allir smalar að illt er að skilja eftir kind og það þó hennar bíði húsavist hinu megin Kjalar.

 Við innslætti á Árnesingavef hefur nú tekið Guðmundur Stefánsson í Hraungerði, snjall hagyrðingur og úrvals sagnamaður en áður safnaði til vefsins Ragnar Böðvarsson. Ragnar var Rangæingur, bóndi framan af ævi, sinnti fræðimennsku fyrir sýslunga sína, skipulagði rómað Bragaþing í Efri-Vík 2009 og tók þátt í mörgum, orti vísur fyrir kórferðir, söng með Hörpukórnum og var víða kallaður til. Hann lést vorið 2014.

 Hér að neðan má finna tengil að örnefnaskrám Austur-Húnvetninga, Örnefndastofnun/Árnasafn sendir fúslega vefföng handa þeim sem fýsir að skoða þessar merku skrár.

Vísað er til:
Gísli Jónsson: Tilbrigði um gömul stef: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5229
Vísan með lengsta atviksorðið: http://bragi.info/visur.php?VID=22811
Björn Schram: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=14769
Bakþankar Fréttablaðsins: http://vefblod.visir.is/index.php?s=10607&p=226807
Gísli Konráðsson: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=28292
Sálarkufl úr sólskini: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068
Halldóra Bj. segir frá Jóni frænda sínum: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2014/12/
Árnesingavefur: http://bragi.info/arnes/?ut=1   
Austur-Hún. – örnefni: https://www.dropbox.com/sh/ww5i6xktgfppi7e/AADsv_0gPuWsM8n35l_ohkKYa?dl=0  
  

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Glaðheimar
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 20:56
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar boðar til málstofu um húsnæðis- og kjaramál, laugardaginn 20. apríl klukkan 09:00 í húsnæði stéttarfélagsins Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi. Frummælendur verða Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Samstöðu og núverandi formaður Félags eldri borgara á Blönduósi og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 12:07
Sunnudaginn 28. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða.
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið