Tilkynningar | 24. febrúar 2017 - kl. 22:20
Héraðsmót USAH 2017
Frá USAH

Héraðsmót USAH innanhús í frjálsum íþróttum verður haldið 11. mars næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og hefst keppni klukkan 12:15. Mótið er opið fyrir alla 10 ára og eldri (börn fædd 2007 og fyrr). Keppt verður í langstökki án atrennu, kúluvarpi, hástökki, 30m spretthlaupi og boðhlaupi. Skráning verður á staðnum.

Okkur vantar duglega foreldra til að aðstoða okkur við mælingar o.fl. á meðan á mótinu stendur. Ef þið sjáið ykkur fært að aðstoða okkur vinsamlegast láta okkur vita sem fyrst í s. 869-4857 (Steinunn Hulda) eða 897-2884 (Sigrún Líndal).         

Við vonumst til að allir mæti með baráttuhuginn og góða skapið í farteskinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga