Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 17:38 0 0°C
Laxárdalsh. 17:38 0 0°C
Vatnsskarð 17:38 0 0°C
Þverárfjall 17:38 0 0°C
Kjalarnes 17:38 0 0°C
Hafnarfjall 17:38 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Pistlar | 10. mars 2017 - kl. 21:18
Fólki er nóg boðið!
Eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur

Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum.

Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei fyrr. Áætlað er að á þessu ári komi 2,3 milljónir ferðamanna til landsins sem mun þýða enn frekara álag á vegakerfi landsins sem víða stenst ekki lágmarks öryggiskröfur og uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.

Fjárveitingar og geðþóttaákvarðanir.

Fyrir síðustu kosningar töluðu allir flokkar um að nú þyrfti virkilega að spýta í lófana og setja meiri fjármuni í fjársveltar samgöngur og innviði almennt. Samgönguáætlun til fjögurra ára var loks afgreidd eftir mikið þóf. Þar var horfst í augu við vandann og forgangsraðað í þágu þeirra landsvæða þar sem þörfin var brýnust.

Að kosningum loknum afgreiddi þingið fjárlög sem endurspegluðu ekki samgönguáætlun en niðurstaðan byggðist á því að ný ríkisstjórn myndi taka upp fjárlögin og fullfjármagna samþykkta samgönguáætlun. Það varð nú aldeilis ekki raunin heldur tók samgönguráðherra með ábyrgð ríkisstjórnarinnar sér það geðþóttavald að gjörbreyta þeirri forgangsröðun sem Alþingi hafði samþykkt með samgönguáætlun sinni sem hefur að sjálfsögðu lögformlegt gildi. Það vantar 10 milljarða til að fjármagna samgönguáætlun og menn geta ekki boðið almenningi upp á þann málflutning að engir fjármunir séu til framkvæmda þegar upplögð tækifæri til að afla nægra fjármuna til framkvæmda blasa við.

Það þarf meiri stefnufestu, vilja og einurð til uppbyggingar en niðurskurðar.

Ferðaþjónustan, sem er orðin stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þarf að leggja meira til sameiginglegra verkefna á borð við samgöngur, enda er uppbygging á þessu sviði beinlínis í þágu þessarar starfsgreinar. En stjórnvöld skortir vilja og einurð til að afla meiri tekna eins og hægt væri að gera t.d. með komugjöldum á flugfarseðla, álagi á veiðigjöld stórútgerðarinnar eða með auðlegðarskatti. Markaðir tekjustofnar til vegamála hafa ekki verið færðir upp til samtímaverðlags en ríkið hefur þess í stað aukið hlut sinn í hinu almenna bensíngjaldi sem rennur beint í ríkissjóð og er ekki skylt að verja til vegamála enda hefur því verið varið til ýmissa verkefna sem ekkert hafa með samgöngumál að gera.

Rúmlega 20 milljarða vantar til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum á Vestfjarðarvegi og á Dynjandisheiði er skorið niður um 1,6 milljarð. Næstmest er skorið niður á sunnanverðum Austfjörðum, í Berufjarðarbotni og vegna brúar yfir Hornarfjarðarfljót. Fjölda annara framkvæmda mætti nefna eins og Skógarstrandarveg, Vatnsnesveg,Strandirnar, vegi í uppsveitum Borgarfjarðar, Kjalarnesveg, Skagastrandarveg og Dettifossveg. Áfram mætti telja í langan lista því viðhald vega hefur verið vanrækt lengi og hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu til samgöngumála dregst stöðugt saman; hefur farið úr 1,5 % niður í 1% sem er sögulegt lágmark.

Sveitastjórnir og íbúar hafa mótmælt harðlega niðurskurði til samgangna og undirskriftarsöfnun er í gangi þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að standa við vegabætur á Vestfjarðarvegi 60 um Gufudalssveit þar sem byggð á sunnanverðum Vestfjörðum á allt sitt undir því að þar byggist upp heilsársvegur. Sá dráttur sem hefur verið á samgöngubótum á því svæði er ekki boðlegur.

Það þýðir ekkert að flagga því framan í almenning að skoða eigi fjármögnun með auknum álögum á almenning í formi vegatolla eða selja ríkiseignir sem er einskiptisaðgerð og er eins og að pissa í skóinn sinn.

Nú er lag, notum það.

Hvenær í ósköpunum höfum við efni á að taka til hendinni í fjársveltum samgöngum ef ekki nú þegar allar efnahagslegar aðstæður eru hagstæðar þannig að nú ætti að vera lag. Það verður enn dýrara að takast á við vandann ef honum er áfram ýtt á undan sér og varla gerist mikið ef efnahagsástandið versnar.

Stjórnvöld verða að taka upp fjárlögin og koma til móts við háværar kröfur almennings um stóraukið fé til vegamála og gera þarf átak í samgöngubótum almennt bæði til hafnarframkvæmda og viðhalds flugvalla ef ekki á illa að fara því við erum komin yfir öll þolmörk og þolinmæði landsmanna á þrotum.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður NV kjördæmis.

Höf. rzg
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 12:07
Sunnudaginn 28. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða.
Glaðheimar
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:17
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024 klukkan 14:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla og tillögur ferðanefndar og margt fleira. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður gestur fundarins. Kaffiveitingar að hætti kaffinefndar. Nýir félagar ávallt velkomnir.
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:13
Frá stjórn
Aðalfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi verður haldinn í fundarsal HSB föstudaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fréttir | 15. apríl 2024 - kl. 09:43
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar mætti í Fífuna í Kópavogi í gær og spilaði gegn Augnabliki í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og vel fyrir gestina því Papa Diounkou Tecagne skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að svara með marki á 13. mínútu og öðru marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Augnablik. Í seinni hálfleik voru skoruð fjögur mörk, þrjú af heimamönnum og einn af gestunum, en það gerði Kristinn Bjarni Andrason. Leikurinn endaði því 5-2 fyrir Augnablik.
Kórinn á Blönduósi 1939
Kórinn á Blönduósi 1939
Pistlar | 14. apríl 2024 - kl. 17:16
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
Pistlar | 13. apríl 2024 - kl. 16:15
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið