05. mars 2015 - kl. 20:00 - 05. mars 2015 - kl. 22:00

Spurningakeppni átthagafélaganna

Staðsetning:

Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14

Spurningakeppni átthagafélaganna í Reykjavík verður haldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, næstu fjóra fimmtudaga, 19. febrúar, 26. febrúar, átta liða úrslit þann 5. mars og þann 12. mars verða undanúrslit og úrslit. ÍNN tekur keppnina upp. Húnvetningafélagið keppir við Súgfirðingafélagið í kvöld.

Þann 19. febrúar keppa:
Svarfdælingar og Dalvíkingar - Þingeyingafélagið,
Norðfirðingafélagið - Átthagafélag Strandamanna,
Dýrfirðingafélagið - Patreksfirðingafélagið,
Húnvetningafélagið – Súgfirðingafélagið.

Þann 26. febrúar keppa:
Siglfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna,
Skaftfellingafélagið - Breiðfirðingafélagið - Barðstrendingafélagið,
Ísfirðingafélagið - Vopnfirðingafélagið - Félag Djúpmanna,
Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra - Bolvíkingafélagið - Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík.

Keppnin hefst klukkan 20:00 öll kvöld. Aðgangseyrir er kr. 1000.-, gott er að hafa þúsundkallinn tiltækan svo að röð myndist ekki. Aðgangsmiðinn gildir sem happdrættismiði, sem ber að geyma vel, en dregið verður úr öllum seldum miðum frá fyrsta keppniskvöldi á lokakvöldinu þann 12. mars. ÍNN veitir veglegan vinning.

PubQuiz verður í kaffihléinu. Smávinningar verða veittir á hverju kvöldi, en á lokakvöldinu verður dregið úr öllum réttum lausnum og veglegri vinningur í boði.

Sjáumst,
Húnvetningafélagið í Reykjavík.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga