25. apríl 2015 - kl. 19:30 - 25. apríl 2015 - kl. 21:30

Kótelettukvöld

Staðsetning:

Eyvindastofu kl 19.30

Fjórða og síðasta kótelettukvöldið í bili verður í Eyvindastofu laugardaginn 25 apríl kl 19.30. Kótelettur í raspi eins og þær gerast bestar frá SAH Afurðum og Pottinum með rabarbarasultu, grænum baunum, rauðkáli, laukfeiti, og brúnuðum kartöflum, allt eins og var hjá ömmu. Þar sem við getum litið á þetta sem smá uppskeruhátíð þá höfum við fengið Magnús Sigurðsson frá Hnjúki til að vera veislustjóra, söngur og vísur úr sal komu sterkt inn síðast. Eftir þetta kvöld mun Frjálsa Kótelettufélagið í A-Hún taka sér sumarfrí en vonum að veitingastaðir í A-Hún muni bjóða upp á þennan þjóðarrétt í sumar. Undirritaður tekur glaður á móti pöntunum bæði á facebook-skilaboðum og öllum öðrum leiðum Sími 893 4331. Valli Hlíðarbraut 1 Blönduósi.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga