10. júní 2016 - kl. 17:00

Gradualekór Langholtskirkju syngur í Blönduóskirkju

Staðsetning:

Blönduóskirkja

Einn fremsti stúlknakór landsins, Gradualekór Langholtskirkju, syngur í Blönduóskirkju á föstudaginn 10. júní næstkomandi klukkan 17:00. Aðgangur er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum við innganginn, sem renna óskipt í orgelsjóð Blönduóskirkju.

Meiri hluti verka sem flutt verða eru eftir íslensk tónskáld. Meðal annars verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Misti Þorkelsdóttur Hildigunni Rúnarsdóttur, og Hreiðar Inga Þorsteinsson.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð kórsins en kórinn syngur einnig í Glerárkirkju á Akureyri 11. júní klukkan 18 og í messu í Glerárkirkju 12. júní klukkan 11.

Stjórnandi Gradualekórs Langholtskirkju er Sólveig Anna Aradóttir.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga