23. júlí 2016 - kl. 07:00 - 23. júlí 2016 - kl. 22:00

Ultra Valley Run 2016. 36km, 28km og 10km Náttúruhlaup.

Staðsetning:

Hefst við Húnaver.

Ultra Valley Run 2016. 36km, 28km og 10km Náttúruhlaup.
Hlaupið fer fram í annað sinn þann 23. júlí næstkomandi. Í ár er boðið upp á þrjár vegalengdir. Leið A, (Challenger) 36 km hringur. Leið B, (Fast way) 28 km bein leið. Leið C, (Fun Run) 10 km. Hlaup A og B er opið öllum sem náð hafa 16 ára aldri en hlaup C er opið öllum 12 ára og eldri. ATH: Vegalengdir hlaupaleiða er áætlaður en nokkuð nærri lagi.
Öll hlaupin hefjast kl. 11:30 laugardaginn 23. júlí 2016 og verða ræst fyrir ofan afleggjarann við félagsheimilið Húnaver.

Skráning og verð
Þátttaka í lengri hlaupin A og B kostar kr. 3.500.-  Og  í hlaup C kr. 1.000.-
Keppt verður í aldursflokkum 16 ára og yngri - 16-29 ára - 30-39 ára - 40-49 ára - 50-59 ára - 60-69 ára og 70 ára og eldri.
Verðlaun
Allir hlauparar sem ljúka hlaupinu hljóta þátttökuverðlaun.
Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum aldursflokki karla og kvenna í öllum keppnisvegalengdum. Þrír fyrstu karlar og þrjár fyrstu konur í öllum vegalengdum hljóta sérverðlaun.
Keppt verður í þriggja manna sveitakeppni óháð aldri og kyni í öllum vegalengdum. Auk þess er keppt í 1x3 sveitarkeppni þar sem sveit er mynduð úr einum keppanda í hverri vegalengd. Sami einstaklingur má vera skráður í sveitarkeppni í sinni vegalengd og líka í 1x3 sveit. Samanlagður tími sveitarmeðlima í hverri og einni sveit ákvarðar sætin. Sú sveit sem hefur lægsta samanlagða tímann í sveitarkeppnunum hlýtur verðlaun.
Nánari upplýsingar gefur Daníel Smári.  Netfang: afrek@afrek.is  Sími:896-2820.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga