12. ágúst 2017 - kl. 20:00

Íslenskar söngperlur í áranna rás

Staðsetning:

Blönduóskirkja

Íslenskar söngperlur í áranna rás. Tónleikar með Þórhildi Örvarsdóttur söngkonu og Helgu Kvam píanóleikar. Á dagskrá tónleikanna eru íslenskar söngperlur. Lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson, Sigfús Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Árna Thorsteinsson, Jóhann Helgason, Gunnar Þórðarson, Valgeir Guðjónsson og fleiri. Þórhildur og Helga hafa starfað saman í nokkur ár og eru báðar í kvennahljómsveitinni Norðlenskar konur í tónlist. Þær eru þekktar fyrir einstakan samhljóm og skemmtilega sviðsframkomu og er óhætt að lofa góðri kvöldstund þar sem íslensku söngperlurnar í gegnum árin munu draga fram minningar þeirra sem á hlýða. Aðgangseyrir er krónur 2500 við innganginn.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga