17. júní 2017 - kl. 12:00 - 18. júní 2017 - kl. 16:00

Smábæjaleikar Arion banka og knattspyrnudeildar Hvatar

Staðsetning:

Blönduós

Fjórtándu Smábæjaleikar Arion banka verða haldir dagana 17.-18. júní en þetta knattspyrnumót er fyrir hressa krakka í 5., 6., 7. og 8 flokki, bæði stelpur og strákar. Búist er við um 1.500-1.700 manns á Blönduós um helgina.

Alls hafa um 50 lið skráð sig til leiks á mótið en það eru um 500 þátttakendur. Með foreldrum og aðstandendum má búast við að íbúafjöldinn á Blönduósi þrefaldist.

Mótið er haldið á glæsilegu vallarsvæði Hvatar sem er miðsvæðis á Blönduósi en þaðan er stutt í alla þjónustu eins og verslun, kaffihús, sundlaug og gististaði. Mótið verður sett á íþróttavellinum. Margt verður til skemmtunar keppnisdagana og má þar meðan annars nefna kvöldskemmtun sem fram fer í íþróttahúsinu á laugardagskvöldinu en þar munu hinir síkátu Pollapönkarar stíga á stokk og eru allir heimamenn og nærsveitarmenn velkomnir.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga