17. júní 2017 - kl. 12:00 - 17. júní 2017 - kl. 23:00

17. júní hátíðarhöld á Hvammstanga

Staðsetning:

Hvammstangi

Hátíðarhöld verða á Hvammstanga á laugardaginn í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Hátíðardagskráin hefst klukkan 13:30 en þá er mæting í skrúðgöngu fyrir utan Landsbankann þar sem andlitsmálun verður í boði og skrúðgöngugestir fá íslenskan fána til að veifa. Skrúðgangan sjálf hefst klukkan 14. Klukkan 14:30 verður fáni dreginn að húni, ávarp fjallkonu og hátíðarræða. Frá klukkan 14:45 verður matar- og skemmtidagskrá fyrir börn sem fullorðna.

17. júní í Húnaþingi vestra  

Dagskrá:

13:30 Mæting í skrúðgöngu fyrir utan Landsbankann. Andlitsmálun og fánar í boði.

14:00: Skrúðganga hefst frá Landsbankanum.

14:30 Fáni dreginn að hún, ávarp fjallkonu og hátíðarræða.

14:45: Matar- og skemmtidagskrá fyrir börn sem og fullorðna hefst.

Matardagskrá: 14:45-17:00

Sælgæti fyrir snögga og gráðuga
Grillaðar pylsur og pylsubrauð fyrir gesti og gangandi
Ískaldir drykkir fyrir þyrsta
Íspinnar fyrir þá sem hafa alltaf pláss fyrir ís

Skemmtidagskrá: 14:45-17:00

Andlitsmálun
Teymt undir börnum á hestum
Hoppukastalar fyrir unga sem aldna
Básar þar sem almenningur keppist við að leysa hinar ýmsu þrautir

Hægt er að nálgast dreifibréf hér.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga