21. október 2018 - kl. 16:00 - 21. október 2018 - kl. 18:00

Í takt við tímann - Magnificat

Staðsetning:

Varmahlíð- Miðgarður

Skagfirski kammerkórinn ræðst í stórverkefni í tilefni afmælis fullveldis á Íslandi en það er flutningur á verkinu Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Kórinn hefur fengið til samstarfs við sig hljómsveitarstjórann Guðmund Óla Gunnarsson, Sinfóníettu Vesturlands, Kammerkór Norðurlands og Kalman listfélag á Akranesi. Einsöngvari í verkinu er Helga Rós Indriðadóttir sem jafnframt er söngstjóri Skagfirska kammerkórsins. Annar hluti tónleikanna er helgaður íslenska einsöngslaginu en það hefur lifað með þjóðinni í 100 ár við píanóundirleik. Hér er ætlunin að gera þeim enn hærra undir höfði en venjulega en lög eins og Bikarinn eftir Eyþór Stefánsson, Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen og Sólsetursljóð eftir Bjarna Thorsteinsson hljóma í nýjum útsetningum Guðmundar Óla, fyrir hljómsveit, sungin af Kolbeini Ketilssyni og Helgu Rós. Einnig syngja þau nokkur lög saman. 

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga