25. apríl 2019 - kl. 20:30 - 25. apríl 2019 - kl. 22:00

Út við himinbláu sundin

Staðsetning:

Mælifell Sauðárkróki

Á tónleikunum Út við himinbláu sundin verða gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóðinni í gegnum árin. Söngkonur eins og Svanhildur Jakobs, Erla Þorsteins, Erla Stefáns, Hallbjörg Bjarna, Edda Örnólfs og Soffía Karls. Og þess má til gamans geta að tvær þeirra eða þær Mjöll og Helena verð með okkur. Hljómsveitarstjóri: Rögnvaldur Valbergsson. Kynnir og s-gumaður: Valgerður Erlingsdóttir: Hugmynd og viðburðarstjórnun: Hulda Jónasdóttir. Miðasala: www.mak.is eða www.tix.is. Söngkonur sem koma fram: Helena Eyjólfsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Mjöll Hólm og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga