18. mars 2020 - kl. 11:00 - 18. mars 2020 - kl. 17:00

Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár - Námskeið

Staðsetning:

Félagsheimilinu Hamarsbúð á Vatnsnesi

Haldið í samstarfi við Sauðfjárræktarfélag Vatnsnesinga - Námskeiðið er sérstaklega ætlað sauðfjárbændum og þeim sem tengjast sauðfjárrækt en er einnig opið öðrum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi fóðurþarfir og fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum. Horft er á árið í heild, bæði beit og innifóðrun, og farið yfir möguleg viðbrögð/fyrirbyggjandi aðgerðir vegna áhrifa breytilegs árferðis á heyskap og beit. Stuðst verður jöfnum höndum við nýjustu rannsóknaniðurstöður og sígildari fróðleik. Kennsla: Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands Verð: 28.000 kr.
 

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga