Fréttir | 04. nóvember 2013 - kl. 23:19
Vináttudagurinn í Blönduskóla
Frá Blönduskóla

Bæjarbúar mega eiga von á að sjá nemendur Blönduskóla á þönum um allan bæ á morgun, þriðjudaginn 5. nóvember, en þá er vináttudagurinn í skólanum.

Á vináttudaginn og næstu daga þar á eftir munu nemendur skólans afhenda kveðjur til fyrirtækja á staðnum í stuttum heimsóknum.

Nemendur munu einnig bjóða Húnvetningum öllum, sem og ferðamönnum, að taka þátt í vinaverkefni sem sett verður upp í Samkaupum.

Nemendur í unglingadeild munu setja upp „stauraljóð“ á ljósastaura í bænum og eru bæjarbúar hvattir til að gefa sér stund og lesa stauraljóðin sem þeir rekast á.

Ef til vill verða einhver fleiri vinaleg verkefni í gangi og verður vonandi af þessu góð skemmtun fyrir alla sem að koma.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga