Fréttir | 10. apríl 2014 - kl. 12:53
Síðustu sýningar á Dagbókinni hans Dadda
Einungis þrjár sýningar eftir

Leikfélag Blönduóss sýnir leikritið Dagbókin hans Dadda föstudaginn 11. apríl kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Höfundur verksins er Sue Townsend og þýðandi Guðný Halldórsdóttir. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og er þetta í fyrsta skipti sem hann leikstýrir hjá félaginu. Sýningin í ár er sett upp í samstarfi við Dreifnám í A-Hún og er meirihluti nemenda sem tekur þátt í leiksýningunni með einhverjum hætti og fá þau einingu fyrir.

 

Vakin er athygli á því að í einu atriði í sýningunni er notað svokallað „black light“ ljós.

 

Alls koma að þrjátíu manns að uppsetningunni og eru mörg ný andlit í leikarahópnum.

 

Næstu sýningar eru laugardaginn 12. mars klukkan 20:00 og lokasýning verður miðvikuudaginn 16. apríl klukkan 20:00. Miðaverð er 2.500 krónur en 2.000 krónur fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og börn 14 ára og yngri.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga