Fréttir | 10. apríl 2014 - kl. 20:27
Lóuþrælar syngja á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar ætla að syngja í Blönduósskirkju, miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 21:00. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson, undirleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari er Guðmundur Þorbergsson. Aðgangseyrir er 3.000 krónur, en enginn posi verður á staðnum. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.

Komið og eigið ánægjulega stund með karlakórnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga